Enn eru lappirnar dregnar hér á landi varðandi þjóðgarða.

Íslendingar hafa í raun verið nokkra áratugi á eftir öðrum þjóðum varðandi þjóðgarða og náttúruvernd. 

Og enn lengra á eftir Bandaríkjamönnum, þar sem átök í þessum málum var á svipuðu stigi fyrir hálfri öld og hún varð hér á landi um síðustu aldamót.

Bandaríkjamenn bönnuðu allar vatnsaflsvirkjanir jarðvarmavirkjanir og boranir í Yellowstone fyrir löngu, löngu síðan. 

Og leyfa þar að auki engar virkjanaboranir umhverfis þjóðgarðinn á svæði, sem er álíka stórt og allt Ísland. 

"Í Yellowstone eru heilög vé" sagði einn helsti jarðvarmavirkjanafræðingur þeirra á 10 ára afmælisfundi ÍSOR fyrir nokkrum árum.  

 

Hjörleifur Guttormsson talaði fyrir daufum eyrum fyrir um þremur áratugum þegar hann vildi að Íslendingar gerðu það sama og Norðmenn varðandi það sem þá varð að rammaáætlun hjá þeim, en ekki hjá okkur fyrr en löngu seinna. 

Norðmenn lýstu því yfir 2002 að tími stórra vatnsaflsvirkjana á norska hálendinu væri liðinn, en gerðar höfðu verið áætlanir um þær um aldarfjórðungi fyrr. 

Núna byggist andspyrna gegn íslenskum hálendisþjóðgarði hins vegar meðal annars á því, að þjóðgarður verði látinn hindra að alls þrettán virkjanakostun verði hrint í framkvæmd innan þjóðgarðsins. Slíkt megi ekki gerast, það verði að keyra stóriðjukennda virjanastefnu áfram. 

Í Noregi tókst að finna lausn á öllum vandamálum, sem risu upp við stofnun Jóstedalsjökulsþjóðgarðsins, þótt þau væru af svipuðum toga og örlað hefur á hér á landi. 

Án þess að hafa kynnt sér hina norsku lausn er hins vegar blásið til mikillar andspyrnu hér og sótt fram gegn þjóðgarði af mjög svipuðu tagi. 

Með ólíkindum ef draga á mörk þjóðgarðsins þannig, að þau liggi eftir endilangri Kárahnjúkastíflu, þeirri stíflu í Evrópu, sem hafði í för með sér mestu mögulegu neikvæðu og óafturkræfu umhverfisáhrif sem nokkur framkvæmd hefur haft samkvæmt því mati sem kom fram í 1. áfanga rammaáætlunar. 


mbl.is Hvergi slakað á hvað varðar hálendisþjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innan við 2% af landsvæði Bandaríkjanna eru þjóðgarðar. Vatnajökulsþjóðgarður einn er 14% af landsvæði Íslands. Hvað ætti að vernda ef við tækjum Bandaríkjamenn til fyrirmyndar og vernduðum að hámarki 2%? Eða gerðum umtalsvert betur en Bandaríkjamenn og vernduðum 7%? Þá væri hálfur Vatnajökulsþjóðgarður eini þjóðgarðurinn sem við þyrftum, rest mætti virkja, plægja, grafa og malbika og samt værum við Bandaríkjamönnum fremri í verndun lands.

Þinn samanburður við Bandaríkin er villandi, sumir mundu segja vísvitandi blekking.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2020 kl. 23:33

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með því að nota prósentutölur er hægt að sanna eða afsanna hvað sem er með því að búa til forsendur á borð við samanburð á stærð landa og þjóða. 

Dæmi: Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Það þýðir að miðað við fólksfjölda er forseti Bandaríkjanna aðeins 1,9 millimetrar á hæð miðað við forseta Íslands. 

Og miðað við stærð landanna tveggja er hæsta fjall Bandaríkjanna aðeins 80 metra hátt. 

Ómar Ragnarsson, 21.1.2020 kl. 00:43

3 identicon

Þannig 3.000 rafmagnsbílarnir okkar í byrjun árs 2019 voru bara skoplegt húmbúkk í samanburði við yfir milljón í loftslagsvænu ríki Trumps. Stefnan hlýtur því að vera að fjölga rafmagnsbílum hér um minnst 997.000, fyrr stöndum þeim ekki jafnfætis að þínu mati. Ekki átti ég von á því að nota mætti þín rök til að sanna að Trump stæði sig betur en við í loftslagsmálum.

Prósentur, sem er ekkert að marka samkvæmt þér, segja aðra sögu. Prósenturnar segja rafmagnsbílavæðinguna, og þjóðgarðavæðinguna, vera mikið lengra komna hér en í Bandaríkjunum.

Vagn (IP-tala skráð) 21.1.2020 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband