Upphaf kynslóðaskiptanna núna?

Hér á síðunni hefur því ítrekað verið haldið fram að í uppsiglingu geti verið nýtt gullaldarlið okkar í handboltanum. 

Kaflaskipti urðu í tapleiknum gegn Noregi í dag, eftir afleita byrjun hjá liði, þar sem hinir eldri áttu að verða burðarás, en voru síðan leystir af hólmi með nýju kynslóðinni sem burðarási og tókst að vinna upp sjö marka forskot hins hugsanlega Evrópumeistaraliði Norðmanna og koma því niður í þrjú mörk. 

Táknrænt var að maður leiksins var í tapliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson, aðeins 19 ára, sem varði 8 skot þótt hann spilaði ekki nema hálfan leikinn. 

Samt er hann ekki yngsti maður liðsins sem sneri leiknum við. 


mbl.is Þriggja marka tap gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband