31.1.2020 | 18:45
"Þar sem snjór getur fallið á hallandi land, geta fallið snjóflóð." (Líka á Blönduósi)
Þegar norskur snjóflóðasérfræðingur, sem fenginn var 1994 til leggja mat á mannskætt snjóflóð sem féll á Seljalandsdal og yfir í Tungudal var spurður hvort hann gæti lýst meginatriðum snjóflóða almennt í einni setningu, mælti hann ofangreind orð:
"Þar sem snjór getur fallið á hallandi land, geta fallið snjóflóð, og enginn veit fyrirfram hvenær og hvar slíkt getur gerst að vetrarlagi."
Á árunum 1993 til 1997 gekk mesta snjóflóðahrina sögunnar yfir Ísland, mannskæð flóð í Skutulsfirði, á Súðavík og Flateyri, í Reykhólasveit og Bláfjöllum, all"s 38 manns.
Auk þess má nefna snjóflóð með engu manntjóni á borð við risaflóð á óbyggðu svæði innst í Dýrafirði og annað snjóflóð alveg við byggð á Blönduósi, - já, ég endurtek, - alveg við byggð á Blönduósi.
Flóðið á Blönduósi var það snjóflóð, sem einkum átti við um orð Norðmannsins.
Flóðið féll úr brekku utan í lágum melum við norðurjaðar byggðarinnar, sem heita Ennismelar.
Hjörleifur Guttormsson lýsti því í blaðagrein, hvernig viðleitni til almennra viðbragða eftir snjóflóðið í Norðfirði 1974, hefði því miður ekki borið neinn árangur næstu tuttugu ár á eftir.
Og frá því að þau orð voru sögð eftir flóðið á Seljalandsdal 1994, var að vísu hafin viðleitni til að afmarka snjóflóðahættusvæði og gera rýmingaráætlanir, en engu að síður var það ekki nóg, eins og kom í ljós.
Og nú hefur stórt snjóflóð á Flateyri leitt í ljós, að hvergi nærri hefur verið farið eftir áætlunum um snjóflóðavarnir, sem svonefndum Ofanflóðasjóði er ætlað að fjármagna.
Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.