Jarðskorpan er í hrinum að bregðast við stanslausu og jöfnu landrisi.

Til þess að átta sig á þvi sem Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands var að segja í miðnæturfréttum á RÚV varðandi það að skjálftasvæðið við Þorbjörn væri að "bregðast við landrisi" er rétt að hafa í huga, að þegar litið er yfir línurit yfir skjálftana undanfarna viku, sést, að það dró mjög úr bæði tíðni þeirra og stærð síðustu daga. 

Í dag var síðan greint frá því að á þessu rólega skjálftatímabili hefði samtals landris engu að síður aukist úr þremur sentimetrum í fjóra. Einnig sést á jarðskjálftalínuriti, að hrinan er að baki, en um allan sjó á svæðinu frá Eldey til Vestmannaeyja eru nokkrir skjálftar. Eldvörp syðrihl.horf til na

Skjálftahrinan nú gæti því verið svipaðs eðlis og hrinan fyrir viku, og í framhaldinu gætu því áhrif landriss af völdum kvikusöfnunar falist í því skjálftahrinum og rólegri tímabilum á víxl á meðan landrisið heldur stöðugt áfram. 

P.S. klukkan 15:07 segir á vef Veðurstofunnar að landrisið (og þar með skjálftarnir) stafi líklega "af kvikuinnskoti á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn."

Fyrr hefur það verið rakið hér á síðunni, hvernig alls fjórtán ristímabil urðu við Kröflu í Kröflueldum 1975, þar sem í fimm þeirra varð ekkert úr eldgosi, heldur fann kvikan sér lárétta leið neðanjarðar og hljóp frá Leirhnúki, sem var hliðstæður Þorbirni nú, annað hvort í suður eða norður. 

Ekkert gos varð sunnan Leirhnjúks en fyrsta gosið var norðan í hnjúknum og hin átta fyrir norða og norðaustan hann. 

Nú getur spurningin verið hvort og þá hvert kvikan gæti hlaupið og þess vegna allt eins komið upp á hinu sprungna svæði í gegnum Eldvörp, t. d. beint yfir staðnum, þar sem kvikuinnskotið er nú. 

Á loftmyndinni er horft yfir Eldvörp úr suðri og norður eftir sprungusvæðinu í átt til Svartsengis, sem er með gufumökk sinn undir Sýlingarfelli, efst fyrir miðri mynd, vinstra megin við Þorbjarnarfell. Á svæðinu milli Eldvarpa er hið hugsanlega "kvikuinnskot."

En í öll skiptin í Kröflueldum, sem kvikan fann sér leið, annað hvort lárétt eða lóðrétt, seig landið á ný, en byrjaði síðana að rísa aftur og náði þá venjulega meiri hæð en í fyrst rishrinu á undan. 

Þessar hrinur stóðu allan tímann, sem eldarnir entust, í tæp níu ár. 

Á þeim árum mældist mikið landrek og stórar gjár mynduðust þangað svæðið allt var komið í jafnvægi á ný. Milli Mývatnselda og Kröfluelda liðu 150 ár, og hugsanlega munu einhverjar aldir líða, þar til ballið á þessu svæði byrjar á ný. 


mbl.is Hefði ekki sofið þann stærsta af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú ert ekki að skilja það sem Kristín var að segja Ómar. Ladarisið er líklega ekki af völdum kvikusöfnunar. Eins og kom fram í þessu bloggi frá 28 janúar. Kvikan kemur örugglega en hugsanlega árum eða öldum seinna. 

https://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/2245183

Guðmundur Jónsson, 1.2.2020 kl. 11:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ertu viss um þetta, Guðmundur. Í hinu langa samtali við hana og öðrum samtölum við fleiri jarðfræðinga er ávallt minnst á það, að kvikusöfnun, að vísu lítill enn, sé í gangi þarna undir.  

Ómar Ragnarsson, 1.2.2020 kl. 12:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já ég er nokkuð viss. Þau er að glíma við það að þessar formbreytingar og skortur á merkjum um kvikuhreyfingar passa illa eða alls ekki við viteknar kenningar um svæðið. 

Guðmundur Jónsson, 1.2.2020 kl. 12:32

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er klukkan að ganga sex og þá sést á vef Veðurstofunnar að líklegasta skýringin á landrisinu og skjálftahrinunum sé "kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn."

Ómar Ragnarsson, 1.2.2020 kl. 17:44

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já það er eina "skýriringin" sem þau hafa. Hún passar aamt illa við gögnin. Í RUV fréttum í gærkvöldi talaði Magnús Tumi á sömu nótum og Krístín. 

Guðmundur Jónsson, 2.2.2020 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband