Flestir Íslendingar vilja samt stóra bíla, helst "jeppa".

Þegar litið er á sölutölur bíla í Danmörku og á Íslandi, kemur sláandi munur í ljós. 

Ár eftir ár er einhver minnstu og ódýrustu bílanna söluhæstur hjá Dönum, en hér á landi virðist sama þótt salan sveiflist upp og niður, hér raða bílar í milliflokki, tvöfalt til þrefalt dýrari en hjá Dönunum, sér í efstu sætin. 

Þannig var það hér á landi á því herrans samdráttarári 2019. 

Og mest seldu og mest auglýstu bílarnir hér á landi verða að vera með stimpilinn "jeppi" á sér, jafnvel þótt jeppaeiginleikar séu fjarri þeim mörgum. 

En mest seldi bíllinn í Danmörku selst lítið hér, Peugeot 108, sem er í hópi allra minnstu bílanna, svo sem Toyota Aygo, sem framleiddir eru. 

Raunar eru Toyota Aygo, Peogeot 108 og Citroen C1 nokkurn veginn nákvænlega sami bíllinn, jafn háir, langir og breiðir, nema hvað þeir hjá Peugeot höfðu útlit síns bíls þannig, að hann sýndist stærri en bræðurnir!


mbl.is Enn samdráttur í sölu nýrra bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Varð að skoða þetta.

Aygo kostar 300.000 kr minna í Danmörku.

Corolla kostar 150.000 meira hér.

Rav4 kostar næstum 800.ooo kr meira í Danmörku.

Útskýrir sitthvað, finnst þér ekki?  Hafa ber í huga líka að einiungis þeir sem hafa einhverjar tekjur eru að splæsa á nýjan bíl.  Íslendingur með tekjur vill ekkert einhvern hráan kassa eins og Aygo.  Menn eru búnir að vinna baki brotnu, og vilja þá eitthvað betra en eitthvert Síberíu-box.  Menn vilja hlusta á útvarpið fyrir veg-nið.

Svo held ég flestir geri sér grein fyrir að þeir eru ekkert að fá einhvern jeppa í hendurnar þegar þeir fá Rav4.  En menn verða slæmir í baki með árunum.  Og það verður alltaf betra að setjast inn í Rav4 eða svipað en Aygo, sama hvað kommúnistar hafa um það að segja.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2020 kl. 18:11

2 identicon

Eru hraðahindraninar ekki líka lægri og í betra ástandi en hér

og ef til vill minna af holum í malbikinu á vorin

Grímur (IP-tala skráð) 2.2.2020 kl. 23:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á flest er nú kommastimpillinn notaður sem rök. 

Ómar Ragnarsson, 2.2.2020 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband