3.2.2020 | 00:12
1976 stóð skjálftahrina í marga mánuði í Kelduhverfi.
Árið 1976 hófst með látum í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu þegar svo stór skjálfti varð örskammt frá þorpinu, að miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Á eftir kom margra vikna skeið þar sem sífelldir skjálftar fóru að taka mjög á taugarnar á mörgum þegar á leið.
Meginástæðan var landrek eins og nú við Grindavík, en afleiðingarnar urðu ólíkar norður í Kelduhverfi eða suður við Kröflu.
Á Kröflusvæðinu reis land og seig á víxl umbrotahrinum með myndun gjáa og eldgosum, en í Kelduvherfi var eingöngu landsig samfara gliðnun landsins sem á endanum myndaði stöðuvatnið Skjálftavatn.
Vonandi þurfa Grindvíkingar og Suðurnesjamenn ekki að þurfa að þola langvarandi umbrot, sem standa í mörg ár eins og fyrir norðan 1976.
Skjálfti að stærð 3,3 við Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.