4.2.2020 | 23:26
Hressandi að sjá einhvern ungan á elliheimilinu.
"Suddenly it´s 1960!" var slagorðið, sem Chrysler bílaverksmiðjurnar notuðu þegar þær kynntu 1957 árgerðir bíla sinna. Með þessum djörfu og frísklegu línum og litum, sem einkenndu þessa bíla stungu þeir rækilega í stúf við flesta keppinautana.
Og 1960 var kjörinn yngsti maðurinn, sem sest hefur á forsetastól. Pete Buttegieg er fjórum árum yngri nú en John F. Kennedy var 1960.
Síðustu misseri hefur alveg skort einhvern frambærilegan frambjóðanda í Bandaíkjunum hjá báðum flokkunum, sem væri á öðrum aldri en sjötugs eða áttræðisaldri.
Þótt Hillary Clinton fengi fleiri atkvæði en Trump og væri kona, hafði hún á sér blæ kerfisins og stöðnunar þess.
Barack Obama var miklu yngri en hinn 72ja ára gamli John McCaine, sem atti kappi á móti honum 2008 og bankahrun og kreppa á vakt Deomkrata hjálpaði Obama.
Árið 2020 er runnið upp rétt eins og 1960 rann upp fyrir sextíu árum. Hvað gerist nú?
'
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það spyr enginn að leikslokum,
þau liggja þegar kýrskýrt fyrir!
Húsari. (IP-tala skráð) 5.2.2020 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.