Forseti mótsagnanna.

Stefnuræða Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna var mikið samansafn mótsagna, - nokkuð sem vænta mátti í ljósi fyrri orða hans og gerða. 

Sem dæmi má nefna ummæli hans um mikimm jöfnuð, frelsi og frið, sem stangast hressilega á við margítrekuð ummæli hans um konur með dökkum húðlit á þingi, sem hann telur rétt að hrekja úr landi, vegna þess að þær séu komnar af innflytjendum frá óæðri löndum og þjóðum. 

Svipað gildir um fyrri ummæli hans utan þings um að Mexíkóar séu upp til hópa glæpalýður og að straumur flóttamanna í átt til Bandaríkjanna úr suðri væri samansafn múslimskra hryðjuverkamanna. 

Ummæli Trumps hafa frá upphafi vega í kosningabaráttunni verið afar sterk, svo sem það stefnumið hans í kosningaræðum, að þrefalda umfang CIA hið minnsta til þess að koma á öflugu fyrirbyggjandi eftirliti með uppvaxandi annarri og þriðju kynslóð múslimskra hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum. 


mbl.is Reif ræðu forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú Ómar?

Trump er sem sagt ekki nýr Hitler lengur eins og þú sagðir þegar hann var nýkjörinn.

Að benda innflytjendum í framboði sem flýja stjórnarfar heimalanda sinna á að þeir geti bara farið þangað aftur þegar þeir heimta að það sé innleitt í Bandaríkjunum, er einungis sjálfsögð skylda hvers hugsandi manns sem vill landi sínu vel.

Það lítur út fyrir að leiðtogi meirihlutans á þingi hafi þarna rifið sjálfa sig í tætlur fyrir framan alþjóð þegar hún bræddi úr sér.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2020 kl. 16:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei sagt að Trump væri nýr Hitler. Og, vel að merkja, Trump krafðist þess að þrjár blakkar þingkonur, sem voru fæddar og uppaldar í Bandaríkjunum, hypjuðu sig úr landi. 

Pelosi forseti Fulltrúadeildarinnar neyddist til að fara í DNA próf til að afsanna fullyrðingar Trumps um að hún væri índíáni. 

Í ljós kom að meinta illa þokkaða indíánablóð var hverfandi.

Er ekki einhver mótsögn í því að indíánar, hinir einu ekta frumbyggjar landsins sem rændir voru landi sínu með ofbeldi manna af fjarlægum uppruna, séu svo mikið undirmálsfólk og óæðri kynþáttur, að ef einhver, eins og Pelosi, sé grunuð um indánablóð í æðum, sé það nóg til að setja viðkomandi út í kuldann.  

Ómar Ragnarsson, 5.2.2020 kl. 18:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ummælin féllu í júlí í fyrra. Þau voru sögð um þrjár eða fjórar þingkonur Demókrataflokksins af erlendu bergi bortnar, sem sögðust hata Bandaríkin: Um konur "who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all)."

Þess utan er ein þeirra, Ilhan Omar, fædd í Somalíu.

Það var ekki Trump sem hélt því fram að Elizabeth Warren forsetaframjóðandi Demókrataflokksins væri indíáni. Það var hún sjálf sem reyndi að nota það til þess að koma sér áfram sem "þjökuð kvenfórnarlamb minnihluta". Tump sagði hana ekki vera meiri indíána en sig sjálfan. Svo hún fór í erfða-próf til að afsanna það sem Trump sagði, en hann hafði rétt fyrir sér. Hún var með minna indíánablóð í æðum en hann sjálfur.

Þetta hefur eittvhað skolast til hjá þér Ómar með indíánablóðið.

Og nú er komið í ljós að hin heilaga-græna Elizabeth Warren hefur falið jarðgasréttinda-eignir sínar og manns hennar í félagi sem sett hefur verið á nafn barna þeirra. 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2020 kl. 19:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og þú líktir kjöri Trump við það þegar Hitler komst til valda. Þér fannst það sambærilegt.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2020 kl. 19:05

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar er að tapa sér í Trumpófóbíu. hann ræður ekki við pólitískar tilfinngar sínar lengur fremur en Pelósi.

Halldór Jónsson, 5.2.2020 kl. 19:59

6 identicon

Andstæðingar Trump orðnir ansi örvæntingafullir

en það verður varla hægt að toppa taugaveiklun forseta þingsins

þegar hún reif stefnuræðu forseta Bandaríkjann skjálfandi höndum

sú hatursaðgerð færði Trump enn fleiri atkvæði

Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2020 kl. 20:25

7 identicon

Sæll Ómar.

Það er mikið fagnaðarefni
að demókratar hafa búið sér
sérstakan glerhaus þar sem
Pétur smjörlegill hefur verið dubbaður
upp í að fella alla þá sem einhverja
möguleika hefðu átt en kjósa þess í stað
markaðssetningu á einhverri samsetningu
fyrir mann sem enginn þekkir til.

Demókratar hafa hamast á réttkjörnum forseta
Bandaríkjanna í heil 4 ár og allt hefur gengið þeim í
erg og eru þeir næsta að gjalti orðnir af vonbrigðum og leiðindum
yfir eigin vanmætti. Fjandinn vorkenni þeim, þeir hefðu mátt
betur til haga.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.2.2020 kl. 11:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í upphaflegu fréttinni, sem byggð var á kvikmynd af því atviki, vildi Trump ekki taka í hönd Pelosi í upphafi fundar, heldur sýndi henni fullkomna vanvirðingu. 

Pelosi lét glepjast til þess að svara í svipaðri mynt með því að rífa ræðuna og opnaði þar með á það að sá gerningur yrði það eina sem aftir lifði af þessum tveimur hjá fjölmiðlum.  

Ómar Ragnarsson, 6.2.2020 kl. 11:55

9 identicon

Sæll Ómar.

Það verður fróðlegt
að fylgjast með markaðssetningu
Péturs smérauka á næstu mánuðum.

Skyldi það ná sömu hæðum og sú
er heppnaðist svo vel með tötrið það arna, Grétu Túnberg?

Húsari. (IP-tala skráð) 6.2.2020 kl. 20:56

10 identicon

Sæll Ómar.

Mér datt í hug að áhugamanni um stjórnmál
í Bandaríkjunum þætti fengur af grein sem birtist
í blaðinu DeFacto í Toskanahéraði á Ítaliu 7. febrúar 2020.
Ég hef reynt að halda orðalagi eins heillegu og kostur var
en vankunnátta mín í ítölsku er um að kenna ef eitthvað
hefur misfarist, - bý þó enn að námi í retorik, réttritunarfræðum
og ítölsku í Blindraskólanum á árunum fyrir strið.

En hér er þá þessi útdráttur frá landi hins ástsæla Mussólínis:

"Eitthvert fyrirlitlegasta dæmi um andleg niðurlægingu,
hrörnun vitsmuna og algera pólitíska vitfirringu gefur að
líta hjá þeim ótrúlegu sauðnautum sem Demókratar nefnast
í Bandarískum stjórnmálum.

Þeir hafa nú slegið öll sín fyrri met í fullkominni flónsku
og trúðshætti með því að afhausa alla frambjóðendur sína
til forsetadæmisins fyrir allslausan köku- og blómasala
sem Pétur þríhross nefnist.

Blaðið hefur ævinlega gætt als hlutleysis og hlutlægni
í skrifum sínum og hefur aldrei borið af leið til þessa
en öllum réttsýnum mönnum blöskrar framkoma þessara
álfa og afglapa og þeirri vanvirðu sem þeir sýna
ellimáladeild Demókrataflokksins þar sem er hinn síungi,
fjallmyndarlegi gauksungi, léttur á fæti, maður leiftrandi
framtíðarsýnar, sá ágæti Bernie Sanders.

Hvaða skríll var það sem leitaði þannig færis á
einhverjum yngsta frambjóðanda Demókrataflokksins til þessa
með því að tefla fram einhverju reifabarni sem enginn þekkir
eða hefur nokkru sinni heyrt talað um á byggðu bóli.

Blaðið hefur það fyrir satt frá helstu tákn- og sértáknafræðingum
að Demókratar líki þarna eftir lifandi fráögn Biblíunnar
af fæðingu sjálfs frelsarans af Betlehemsskíri í Gyðingalandi
hinu forna og vilji þannig kasta austurlenskum glýju-stjörnum og
geimryki núaldar í augu saklausra borgara og krossási bandarísks
þjóðfélags.

Blaðið ítrekar hlutdrægni sína og fullvissar lesendur sína
að máli þessu verður fylgt eftir svo demókratískir uppskafningar
og aðrir uppvakningar flokks þessa valdi ekki meira tjóni en orðið er."

Húsari. (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 06:15

11 identicon

Heill og sæll Ómar.

Það veldur mér alltaf vonbrigðum
þegar ég sé menn skrifa um alþjóðamál
og augljóst er að þeir vita harla lítið eða
ekki neitt um þau.

Húsari þessi fer sem logi yfir akur og eirir engu
og fátt sem hann þykist ekki vita öllum betur.

Verð að segja að ég er hálf hissa á að ekki skuli
lokað á svona ritsóða því þetta er of langt gengið.

Bjarni í Baulu (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 12:47

12 identicon

Ómar.

Ég ætla rétt að fá að blanda mér
inní þessa umræðu og frelsi manna til
að tjá hug sinn til málefna á líðandi stundu.

Veit ekki annað en að það hafi verið Teddy Roosevelt
sem mælti þessi fleygu orð: Frelsi þitt nær að nefi mínu,
og fáir sem skilja ekki eitthvað jafn auðskilið þar sem ekki er gert
ráð fyrir 30 gráðu radíus umburðarlyndis gagnvart nefi
náunga síns.

Þó Húsari skrifi svottlar langlokur og þvæling ætti ekki samt ekki
að loka. Kannski. Hvað veit ég.

Stína (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 13:00

13 identicon

Sæll Ómar.

Það er dáfallegt að sjá hvað þessi
Stína skrifar þér, er þetta einhver frænka þín?
Mætti halda að þetta væru Demókratar sem hefðu
verið flengdir hver með öðrum svo álappalegt og vitlaust er þetta.

Það var ekki hinn tilkomumikli og tignarlegi Repúblikani
og forseti Bandaríkjanna Theodor Roosevelt sem sagði þessi ívitnuðu orð
"Frelsi þitt nær að nefi mínu" í náttmyrkri 20. aldar öndverðri
heldur bláfátækur barnakennari á Norðurlandi.

Sér á hvernig kennslu er komið í landshluta þessum enda
öllum nemendum þjáning að sækja skóla á þessum slóðum.

Hvar er stíll Matthíasar Jochumssonar og auga fyrir stílbrögðum:
annars vegar "sottlar" og hinsvegar skrifað gælunafn hins fluggáfaða
forseta og Repúblikana sem hann væri nánasti ættingi en fjarskyldur
með öllu í því síðara. Það er svosem greinilegt hvernig kennsla fer fram
norðan heiða.

Niðurlag pósts þessarar Stínu er síðan svo herfilegt
að ekki er gerandi tilraun einusinni til að ansa því.

Og þessi Bjarni frá Baulu skal aldeiis fá að finna til tevatnsins.
Vill svo til að ég veit hver þetta er í gegnum ömmu hans í bræðralegg.

Að öðru leyti eru þetta fífl af Suðvesturlandi sem skrifa hér
og nenni ég ekki að elta ólar við það.

Húsari. (IP-tala skráð) 8.2.2020 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband