10.2.2020 | 03:57
Ó, Óskar! Listrænt Ólympíugull Íslendings!
Einu sinni vakti maður fram á morgun til að fylgjast með fréttum úr kosningarimmunni milli Kennedys og Nixons. Og heyrði í beinni í Kanaútvarpinu frá heimsmeistarabardögum Floyd Pattersons og Sonny Listons.
Ekki hefði mann órað fyrir því að sextíu árum síðar yrði vakað eftir því að Íslendingur stæði á samskonar stað og sigurvegari á Ólympíuleikum.
Og ekki bara það, - í ekta Hollywood stíl var aðdragandinn "hæpaður upp" eins og þeir segja fyrir vestan með Elton John við eldrauðan flygil.
Síðan með kvenstjórnanda hljómsveitarinnar.
Og ekki síst þremur konum til að kynna íslenska sigurvegarann á tónlistarsviðinu, Hildi Guðnadóttur.
Þessari vökunótt var vel varið alveg eins og vökunóttunum fyrir 60 árum.
Elton John fylgdi á eftir Hildi og fékk sinn Óskar.
Myndin á síðunni af hljómsveitarstjóranum er auðvitað hreyfð og ef mynd væri líka af áhorfendum, þá sæist á henni hvernig stemningin hreyfði við öllum.
Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.