Ó, Óskar! Listrænt Ólympíugull Íslendings!

Einu sinni vakti maður fram á morgun til að fylgjast með fréttum úr kosningarimmunni milli Kennedys og Nixons. Hildur, Óskar 2. Og heyrði í beinni í Kanaútvarpinu frá heimsmeistarabardögum Floyd Pattersons og Sonny Listons. 

Ekki hefði mann órað fyrir því að sextíu árum síðar yrði vakað eftir því að Íslendingur stæði á samskonar stað og sigurvegari á Ólympíuleikum. 

Og ekki bara það, - í ekta Hollywood stíl var aðdragandinn "hæpaður upp" eins og þeir segja fyrir vestan með Elton John við eldrauðan flygil. Hildur, Óskar 4 

Síðan með kvenstjórnanda hljómsveitarinnar.

Og ekki síst þremur konum til að kynna íslenska sigurvegarann á tónlistarsviðinu, Hildi Guðnadóttur. 

Þessari vökunótt var vel varið alveg eins og vökunóttunum fyrir 60 árum. 

Elton John fylgdi á eftir Hildi og fékk sinn Óskar. 

Myndin á síðunni af hljómsveitarstjóranum er auðvitað hreyfð og ef mynd væri líka af áhorfendum, þá sæist á henni hvernig stemningin hreyfði við öllum.

Hildur Óskar 3. Hildur. Óskar 1.

  


mbl.is Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband