"Undan Afríkuströndum" segir ekki neitt.

Ef dregin er sem beinust lína eftir strönd Afríku líkt og gert var varðandi 4 mílna landhelgi Íslands 1952, þvert fyrir flóa og firði, verður hringleiðin varla styttri en 20 þúsund kílómetrar. 

Þessvegna segir það ekki neitt, þótt það sé sagt tvisvar í tengdri frétt á mbl.is, að eyjan Fuerteventuri sé "undan Afríkuströndum."

Ónákvæmni af þessu tagi er því miður allt of algeng hjá íslenskum fjölmiðlum. Minnst tvívegis hefur til dæmis verið fullyrt í frétt að Sandskeið væri á Hellisheiði þegar hið rétta er, að þegar ekið er austur fyrir fjall, byrjar Hellisheiði ekki fyrr en 15 kílómetrum eftir að Sandskeiðinu sleppir. 

Og einn blaðamaður talaði um Sandskeið í kvenkyni, svona rétt eins og að þar væri sandi mokað með skeið úr sandi. 

Og þá er stutt í að ýjað sé að því að það sé korgur í kaffinu í Litlu kaffistofunni, sem oftar en einu sinni hefur verið sögð vera á Sandskeiði. 

Hið furðulega við að staðsetja Fuerteventura "undan Afríkuströndum" er, að þessi eyja er í eyjaklasa, sem heitir Kanaríeyjar, en hingað til hefur engum dottið í hug að segja annað en að Tenerife og Gran Canaria tilheyri Kanaríeyjum.  


mbl.is Tvíaflsrás í Land Cruiser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband