"...fúndur ogh fúndur ogh fúndur ogh fúndur; égh ekki skilja ţađ..."

Ofangreind orđ eru hluti af setningu sem útlendur starfsmađur á stórum vinnustađ mćlti fyrir m0rgum árum, ţegar rćtt var um starf hans á Íslandi og hvernig honum líkađi ţađ. 

Lýsing hans getur átt víđa viđ, ef marka má tengda frétt á mbl.is um gagnsemi og tilgang funda á vinnustöđum eđa annars stađar, sem getur veriđ jafn misjafn og fundirnir eru margir. 

Pólverjinn hafđi veriđ undra fljótur ađ geta gert sig skiljanlegan á vinnustađnum, hafđi kynnst ađstćđum á fleiri vinnustöđum og lýsti reynslu sinni nokkurn veginn svona: 

"Íslendingar duglegir ogh vinna mikiđ, en égh ekki skilja alltaf hvernig eyđa tímanum. Ekki vinna heldur alltaf fúndur ogh fúndur ogh fúndur ogh fúndur." 

Eitt af lögmálum Parkinsons fyrir sextíu árum fjallađi um svonefnd smámunalögmál, sem í stuttu máli byggist á ţví ađ mesta og ákafasta umrćđan í ţjóđfélaginu fer oft fram um undralega einföld og lítilsverđ mál. 

Á undan Parkinson hafđi reyndar Halldór Laxness lýst ţrasgirni Íslendinga eftirminnilega í svipuđum dúr. 

Parkinson tók sem dćmi fundi, ţar sem smámunalögmáliđ virkar oft, svo sem í stjórn afar tćknivćdds stórfyrirtćkis eins og kjarnorkuvers ţar sem lang mikilvćgasta ákvörđunin snertir kaup á tćknivćddum vélbúnađi upp á hundruđ milljarđa króna, sem valdamikill stjórnandi og hópurinn í kringum hann hefur mikinn áhuga á ađ kaupa. 

Til ţess ađ tryggja framgang ţess máls, rađar fundarbođandi málefnum fundarins ţannig, ađ fyrst verđi rćtt um ákvarđanir um smámál, sem allir hafa vit á og hafa markađ sér ákveđnar skođanir. 

Ákvörđunin um vélbúnađinn verđur síđast á dagskránni. 

Dćmiđ gengur upp. Miklar deilur verđa um smámálin eins og fyrirkomulag í nýbyggingu viđ innganginn í höfuđstöđvar kjarnorkuversins, hvort eigi ađ vera teppi hér eđa ţar, litaval og aöstađa fyrir starfsfólk. 

Umrćđurnar og skođanaskiptin verđa heit og langdreginn, ţannig ađ stóra, stóra ákvörđunin um vélbúnađinn feiknadýra, sem fundarmenn hafa upp til hópa ekki vit á, rennur í gegn hjá fundarmönnum, sem búnir eru ađ eyđa öllu ţreki sínu í einföld en tiltölulega ódýr málefni. 

Síđuhafi var rétt fyrir tvítugt í samvinnubyggingarfélagi, sem stóđ fyrir byggimgu háhýsisins ađ Austurbrún 2 í Reykjavík. 

Á ţeim árum var nokkur verđbólga, og var lang mikilvćgasta ákvörđun flestra funda í félaginu sú, ađ ákveđa hćkkkun á framlögum félagsmanna til smíđar hússins. 

Óánćgja kraumađi undir í ţví máli, en stjórnin var snjöll í ađ rađa fyrst á dagskrá hvers fundar atriđum, sem allir höfđu vit á og gátu rifist um, svo sem litaval í sameiginlegri eign á neđstu og efstu hćđ. 

Flestir vćntanlegir eigendur eyddu sem mestum frítíma sínum á kvöldin og um helgar til ađ vinna viđ bygginguna til ţess ađ borga byggingarkostnađ og félagsgjöld og eitt sinn, ţegar mikil hćkkun félagsgjalda var á dagskrá á fundi, var smalađ á ţann fund til ţess ađ andćfa fyrirćtlununum stjórnarinnar. 

En á fundinum var uppröđunin á dagskránni ţannig, ađ loksins ţegar búiđ var ađ eyđa öllu kvöldinu í mikil álitamál um lítilsverđ atriđi og komiđ var ađ stóru ákvörđuninni um mikla hćkkun útgjalda, var stjórnin komin í meirihluta vegna ţess hve margir örţreyttir fundarmenn höfđu gefist upp og fariđ af fundinum. 

Ţess má geta, ađ vafalaust gerđi verđbólgan stjórninni erfitt fyrir, en einnig olli ţađ óánćgju, hve stór hluti hagnađarins af hinni frábćrlega einföldu byggingarađferđ rann til ţeirra sem högnuđust á uppmćlingarkerfinu.  

 


mbl.is Eru fundir martröđ eđa uppspretta góđra hugmynda?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ţetta međ fundina er alveg rétt hjá ţér. Las Parkinson á sínum tíma, minnir samt endilega ađ mest hafi veriđ rifist um ţakiđ á reiđhjólageymslunni, en eftirminnileg var sagan allavega.

Sćmundur Bjarnason, 11.2.2020 kl. 11:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband