Hvasst á milli Reykjavíknanna og Borgarnesjanna? Á hvaða dýpi blæs vindur í Faxaflóanum?axaflóa?

Rugl í fjölmiðlum og í mæltu máli í meðferð örnefna er hvimleitt og viðgengst daglega. 

Bara síðasta sólarhringinn hefur það vaðið uppi í frásögnum og umfjöllun. 

Í sjónvarpi hneigjast veðurfræðingar mjög til að breyta grónum málvenjum. 

Þeir hafa sumir talað árum saman um Vestfirðina, Austfirðina og Suðurland, þvert ofan í þá aldagömlu málvenju að tala um Vestfirði, Austfirði og Suðurland. 

Flestum myndi hnykkja við ef talað væri um veðrið á Reykjavík í samræmi við síbyljuna um það, sem er að gerast á Bolungarvík. 

Næsta skref gæti þá verið að tala um ástandið á Reykjavíkunum og taka höndum saman við fréttamann í útvarpi, sem minntist í kvöld á raflínur Skaftártungna, en sveitin heitir reyndar Skaftártunga en ekki Skaftártungur. 

Rétt eins og að Reykjavík heitir Reykjavík en ekki Reykjavíkur og nafn Borgarness er í eintölu en ekki í fleirtölu. 

Í gærkvöldi brá svo við að veðurfræðingur talaði um veðrið í Faxaflóa, og það meira að segja tvisvar, ef ekki þrisvar. 

Væri fróðlegt að vita á niður á hve mikið dýpi óveður ná hér við flóann. 

Sú viðbára er oft höfð varðandi svona rugl, að það gildi nú ekki sama um borg eins og Reykjavík og fámenn byggðarlög úti á landi. 

Þetta er ekki aðeins ónýt röksemd, heldur lyktar hún af heimóttarlegum hroka. 

Þá mætti spyrja á móti hvaða línu eigi að draga hvað mannfjölda snertir á viðkomandi stöðum. 

Þúsund manns? Fimm þúsund manns? 

Og hvað um Faxaflóa? Við Faxaflóa búa næstum 70 prósent þjóðarinnar. Kannski styttist í áð sagt verði: Í Faxaflóa búa 70 prósent þjóðarinnar. 

Og þá er spurningin: Á hve miklu dýpi í flóanum? 


mbl.is Með verstu veðrum á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband