Leyndarmál ætisveppanna.

Þegar síðuhafi var í sveit sem strákur í Langadal fyrir norðan gerðist það einn sumardaginn að túnið fyrir neðan bæinn varð krökkt af stórum, hvítum ætisveppum. 

Í fátækt bóndand, einstæðrar móður með tvö börn, var þetta eins og fá sendan veislumat til margra daga heim á bæinn, því að ferskur fiskur sást ekki á matseðlinum nema einu sinni á sumri þegar fisksali fór þar um sveitir, en súrmátur, hafragrautur og mjölkurafurðir uppistaðan. 

Í þessu hestahéraði var hrossakjöt algengt og nautasvið voru nýtt, svo að dæmi séu tekin. 

Það er til marks um kjör fólks á þessum tímum, að þegar ég fór í sveitina síðasta sumarið, 1954, hafði ég með mér fjóra Royal búðinga til að gefa ömmusystur minni. 

Hún átti enga skýringu á tilurð ætisveppanna, sem voru matreiddir á allan mögulegan hátt og brögðuðust vel. 

Gaman væri að vita hvort einhverja skýringu er að finna á svona fyribæri. 

 

 


mbl.is Sláandi staðreyndir um sveppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband