Umhverfismálin skipta margar milljónir ófæddra Íslendinga máli.

Unga skólafólkið, sem hefur látið sig umhverfismálin skipta milljónum saman um allan heim, er að tala fyrir málstað sem kalla mætti "jafnrétti kynslóðanna." 

Það snýst um að núlifandi jarðarbúar hrifsi ekki til sín auðlindir, bruðli þeim og eyði og skekki svo loftslag, lífríki og náttúruverðmæti, að margfalt fleiri ófæddir jarðarbúar eigi eftir að líða fyrir það. 

Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra valda í meginatriðum sömu vandræðum fyrir óbornar kynslóðir og rányrkja á óendurnýjanlegum orkugjöfum og auðlindum. 

Hvað Ísland varðar, er um það að ræða, að rúmlega 200 þúsund fullorðnir Íslendingar taki í græðgi sinni ráðin af þeim mörgu milljónum, sem eiga væntanlega eftir að lifa í landinu.  


mbl.is Helmingur telur fréttir af alvarleika hlýnunar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Varðar mokkur ieitthvað um ófædda framsóknarmenn? Fá þeir ekki virkjanirnar sem við byggðum. vegi og hafnir fyrir ekki neitt?Ekki  finnst mér eg eiga að borga kolefniskstta fyri þá.

Halldór Jónsson, 18.2.2020 kl. 17:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ömmusystir mín, sem ég var hjá í sveit í æsku, orðaði þetta þannig, að við ættum að skila landinu jafn góðu eða helst betra en við tókum við því. 

Það gera jarðarbúar í heild ekki ef þeir stunda rányrkju á auðlindum jarðar. 

Ómar Ragnarsson, 18.2.2020 kl. 19:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rányrkja á auðlindum og loftslagsmál: epli og appelsínur.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2020 kl. 21:05

4 identicon

Það getur það verið rányrkja ef það klárast á 99 árum en ekki rányrkja ef það endist í 100 ár? Annað hvort er ekki til rányrkja á óendurnýjanlegum orkugjöfum og auðlindum eða öll notkun á óendurnýjanlegum orkugjöfum og auðlindum er rányrkja. Hvort við eða einhverjir í framtíðinni klára óendurnýjanlegu orkugjafana og auðlindirnar skiptir engu máli. Og orkugjafar og auðlindir eru einskis virði og engum til gagns eigi ekki að nota þau.

Að skila landinu jafn góðu eða helst betra en við tókum við því felst ekki endilega í því að nýta ekki auðlindir þess til að gera lífskjör íbúanna betri. Landið er ekki safngripur sem ekki má snerta. Landið er verkfæri sem við notum til að byggja framtíðina fyrir okkur og afkomendur okkar. Til að skila landinu jafn góðu eða helst betra en við tókum við því hendum við ekki fræjum á Sprengisand og flytjum til Noregs.

Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband