Eldvörp, snilldarorð yfir einstætt fyrirbæri á þurrlendi jarðar.

Gígaraðir á gossprungum á flekaskilum meginlanda eins og Eldvörp fyrir suðvestan Svartsengi er hvergi að sjá á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. Eldvörp syðrihl.horf til na

Hér á landi eru slíkar gígaraðir mun algengari en marga grunar, því að gígaraðir, sem gaus úr á ísaldartíma, bera þess merki að hafa myndast við það að bræða jökulinn ofan á sér, og eftir að jökullinn fór fyrir rúmum 11 þúsund árum, standa þessir gígar eftir sem móbergshryggir.

Einna mögnuðustu móbergshryggir landsins eru við vatnið Langasjó á Síðuafrétti, suðvestur af Tungnaárjökli, en af mörgum er að taka á öllu eldvirka svæðinu á Íslandi.

Lakagígar eru langstærsta gígaröð Íslands, þannig að ef menn ætla sér að sjá stærri gígaröð en Eldvörp, þarf að fara alla leiðina austur á svæðið milli Vatnajökuls og Suðurjökla. Eldvörp. Reykjanes fjærst.

Það er óskiljanlegt, að um er að ræða gígaröð eins og Eldvörp, einstætt fyrirbæri á heimsmælikvarða, í nokkurra kílómetra fjarlægð frá aðal alþjóðaflugvelli landsins, skuli vera fyrir hendi framkvæmdaleyfi fyrir sérstakri Eldvarpavirkjun með tilheyrandi óafturkræfum og neikvæðum umhverfisáhrifum. 

Enn verri er þessi fyrirætlan vegna þess að undir Eldvörpum og Svartsengi er sameiginlegt orkuhólf fyrir allt Svartsengis-Eldvarpasvæðið, og því aðeins verið í örvæntingu og skammsýni að hamla á móti óhjákvæmilegu orkufalli svæðisins vegna svonefndrar ágengrar orkunýtni; fyrirbæri, sem hefur verið kallað rányrkja á íslensku. 

Og því hraðari  og meiri sem rányrkjan er, því stærra og brattara verður orkuhrunið á endanum.  

Á efri myndinni er horft yfir hluta Elvarpa til norðausturs, í átt að Svartsengi í fjarlægð, en á neðri myndinni  er horft í hina áttina, til suðvesturs í átt að Reykjanesvirkjun við sjónarrönd. 


mbl.is Lífshættulegt gas í helli við Eldvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gekk nokkrum sinnum á gígaröðinni í góðviðri. Fannst sem maður gengi á kraumandi suðukatli. Ekki voru margir á ferð þarna en með því að framlengja gönguna á Þorbjarnarfjall var hægt að fá fleiri í áhugaverða göngu. Í suðvestan átt er einstakt að horfa á brimsjóinn við Reykjanesið klappa bergið við ströndina. Með vegvísum og fræðslu um jarðsögu á svæðisins væri hægt að gera upplifunina einstaka og eftirminnilega. Eitthvað er veitt af almannafé í tölvuvinnu og kynningu á svæðinu, en hægt væri að gera miklu betur úti á "akrinum."

Sigurður Antonsson, 21.2.2020 kl. 18:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur einhver mæligögn um útstreymi af CO2 til dæmis á lengdarmetra í eldvörpum svona til að bera saman við Kötlugíg sem er einn og sér að losa svona 20.000 tonn á sólarhring? Jafn mikið og allir Íslendingar gera með öllu öðru brölti sínu.Varla er þetta núll út þvíað það er mælt lífshættulegt magn ío stöku hellum á svæðinu?

Væri það ekki fremur galið að byggja flugvöll þvert ofan á þessa sprungustefnu nú i átt að næstu 4 eldígakerfum sem liggja þvert á þetta í Hvassahrauni til dæmis? Það þarf Borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík til að láta sér detta það í hug að íslenska ríkið leggi fram hundruð milljarða til slíkrar framkvæmdar svo þeir geti tekið Reykjavíkurflugvöll til sín og selt hannn undir blokkir fyrir eigin reikning.

Halldór Jónsson, 22.2.2020 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband