Rímar ekki við kenningarnar um "kólnun".

Af og til birtast blaðagreinar, skreyttar völdum hitatölum, sem eiga að afsanna eða varpa efa á þá meginniðurstöðu vísindamanna að loftslag hafi farið hlýnandi hér við land. 

Í einni þeirra var það gert að aðalatriði að íslenskir jöklar hefðu hlaupið fram á árunum 1965-1990. 

Nú hefur það blasað við hverjum þeim, sem fylgst hefur með jöklum landins síðustu hundrað árin, að þeir hafa í heildina litið minnkað mikið og rýrnað. Svokallaðir framhlaups skriðjöklar eiga það að vísu til að haupa fram a tímabilum hlýnunar, svo sem Brúarjökull 1934, en í meginatriðum er ástandið skýrt varðandi stórfellda rýrnun jöklanna, sem blasir til dæmis einkar vel við séð frá hringveginum sjálfum varðandi Gígjökul, Sólhimajökul, Skeiðarárjökul, Skaftafellsjökul, Svínafellsjökul, Kvíárjökul, Breiðamerkurjökul og Hoffellsjökul. 

Fiskar hafa fært sig norðar og er makríllinn gott dæmi. 

Í einni af nýjustu færslunni um kólnun er gengið svo langt að segja að sjórinn við Ísland sé við það að fyllast af hafís á borð við það sem gerðist á hafísárinu 1968, hvorki meira né minna. 

Birt er línurit sem á að sanna að kuldatímabil hafi ríkt síðan um aldamót, en þegar ritið er skoðað nánar sést, að frá aldamótum er hlýrra samanlagt en á nokkru öðru sambærilegu tímabili. 


mbl.is Far þorsks við Ísland að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú viss um Ómar að hitatölur þeirra sem vilja meina að hitastig fari hratt  hækkandi séu ekki jafn mikið valdar og þú vilt meina að þær sem eru andstæðrar skoðunar halda á lofti?  Þá er kannski ágætt að hafa í huga að hitamælingar eru nýtt fyrirbæri í jarðsögunni og þess vegna frekar hæpið að álykta stórt á grundvelli þeirra. Jafnvel þó hitastig hafa farið hækkandi í X mörg ár þá segir það lítið því sveiflur í hitastigi hafa alltaf verið.

Og svo hvarf Ok og svo birtist hann aftur og svo hvarf hann aftur. Loftslagsbreytinga trúarhreyfingar geta því sett á svið fjölmiðla sirkus reglulega þegar Ok hverfur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.2.2020 kl. 11:39

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vonandi hlýnar hér verulega frekar en að það  kólni og hafísárin komi aftur þegar túnin grænkuðu varla fyrir norðan

Halldór Jónsson, 22.2.2020 kl. 13:06

3 identicon

Hvers vegna bara 100 ár, er það ekki valin dagsetning? En að miða við landnám? Þá voru jöklar færri og minni þannig að það passar víst ekki fyrir hitatrúarmenn. 1890 náðu jöklar hámarki frá ísöld, er það hið eina eðlilega ástand þeirra? Það er sennilega ekki hægt að segja eina dagsetningu réttari en aðra. Og þar sem jöklar hafa bæði verið stærri og minni getur hver valið sér tíma sem hann er sáttur við og passar við hans trúarsannfæringu.

Makríll veiddist við Dalvík 1929. En rannsóknir á ferðavenjum hans eru ekki miklar frá þeim tíma. Hann verður því tæplega notaður sem langtíma hitamælir og sönnun á einhverjum varanlegum breytingum.

Hvort sjórinn við Ísland sé að fyllast af ís eða Kvosin í Reykjavík við það að fara á kaf ætla ég ekki að segja. Og hvort við eigum að kaupa ísbrjóta eða reisa varnargarð í Hollenskum stíl um Reykjavík verða aðrir að ákveða.

En áfram munu birtast blaðagreinar, skreyttar völdum hitatölum, sem eiga að sanna eða afsanna, varpa efa á eða styðja við þá niðurstöðu vísindamanna að loftslag hafi farið hlýnandi eða kólnandi hér við land. Og þjóðin mun skiptast í hópa sem hvor um sig telur sínar tölur marktækari en sérvaldar tölur hinna.

Vagn (IP-tala skráð) 22.2.2020 kl. 16:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Skynsamlega mælt Vagn

Halldór Jónsson, 22.2.2020 kl. 18:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En er ekki líklegra að það meðaltal af tugum þúsunda mælinga árum saman um alla jörðina sé réttara ein örfáar handvaldar mælingar á litlu svæði?

Ómar Ragnarsson, 22.2.2020 kl. 20:23

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

En Ómar, hvað með þessa spurningu Vagns hér að framan:

En að miða við landnám? Þá voru jöklar færri og minni....

Varla hefur það verið mannfólkinu að kenna að Vatnajökull mun hafa verið helmingi minni þá en nú.   Hvernig væri að þú tækir þig saman í andlitinu og reyndir að horfa framan í þessa staðreynd og koma með svör í stað þess að stagglast á mælingum á hitatölum úti um allan heim. Þær segja auðvitað ekkert annað en það að hitatölurnar hljóta að hafa verið í hærri kanntinum við landnám  eins og sefnir í nú.  En af hverju að kenna mannskeppnunni um þessa hækkun nú sem engan veginn er hægt að kenna um hátt hitastig við landnám?

Daníel Sigurðsson, 22.2.2020 kl. 23:48

7 identicon

Sumir vilja meina að meðaltal af tugum þúsunda mælinga í stækkandi borgum með sitt egið veðurfarskerfi segi lítið um raunveruleikann utan borganna. Að magnið sé ekki mælikvarði á gæðin. Og handvaldar mælingar geti verið sannari þó færri séu. Eru mælingarnar eitthvað sem nota má eða eru þær eins og skoðanakannanir á útvarpi Sögu? Nokkuð sem er tilvalið til að deila um, enda mælingar nýtt fyrirbæri í sögu veðurs og marktæk meðaltöl vandasöm. Meðaltal þúsund mælinga í lok dags segja ekki hvernig veðrið verður á morgun eða hvernig veðrið var í gær.

Frá landnámi hefur veður verið eitt aðal umræðuefni Íslendinga. Og sennilega hefur allan þann tíma verið rifist um hvort það væri að hitna eða kólna, og hverjum væri um að kenna.

Höldum í fornar hefðir og forðumst það að vera sammála, skiptum um skoðun þegar hjörð hálfvitanna, óupplýstur almúginn er orðin sammála okkur. Því fá orðasambönd eru eins mikil öfugmæli og "Sjaldan lýgur almannarómur".

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2020 kl. 00:32

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Makríll er einhver versta ábending um hlýnun, sem hugsast getur, við Íslandsstrendur. Enginn, ekki nokkur einasti maður eða fyrirtæki gaf þessari fisktegund nokkurn gaum, áratugum saman hér við land. Hans var ekki leitað, enginn spáði í hann, en mér er ekki grunlaust um að hann hafi verið hér lengur, en flestir vilja viðurkenna. Hver getur fullyrt að makríll hafi ekki verið í veiðanlegu magni við Ísland, fyrr en fyrir tíu árum síðan? 

 Íslendingar sváfu í fullvissu þess að síldin og loðnan kæmu á tilsettum tíma og notuðu því millibilsástandið til að rústberja og mála flotann í rólegheitunum. Meðan hérlendir útgerðarmenn máluðu bátana sína og biðu fengsins, veiddu nánast allar þjóðir í kringum okkur út um eyrun á sér, af öllum þeim sortum sem við biðum eftir! Líka makríl! Fisktegund, sem enginn spáði neitt í, fyrr en fyrir ca tíu árum síðan. Kolmunni var veiddur fyrir framan nefið á okkur í áratugi, áður en hérlendir strútar stungu loks hausnum út úr rassgatinu á sér og hófu veiðar. Langt á eftir öllum öðrum! Öllum!

 Saga úthafskarfans er síðan enn eitt rothöggið í aumingjaskap íslendinga, í nýtingu eigin auðæva. Meira um það seinna, eða ekki.... þvílíkir asnar! Púff!

 Makríll hefur verið í hérlendri lögsögu í áratugi, jafnvel árhundruð eða þúsund, en enginn hafði dug eða djörfung til að nýta hann.  Makríl ætti alfarið ekki að nefna í hlýnunarkjaftæðinu. Hann sér alveg um sig sjálfur, sama hvaða verð er fyrir hann greitt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.2.2020 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband