24.2.2020 | 13:18
Ekki rímar þetta vel við fullyrðingar um minnkun Sahara.
Á blogginu og öðrum samfélagsmiðlum má af og til sjá fullyrðingar um ágæti hækkandi hitastigs á jörðinni á þann hátt að hærri hiti stuðli að framsókn gróðurlendis.
Er eyðimerkurbeltið í Afríku og Asíu tekið sem dæmi um aukna gróðursæld og fréttir um aukna þurrka og hita kallaðar falsfréttir og heilaspuna "40 þúsund fífla í París 2015."
Í fyrra komst þó rekmettað loft frá Sahara alla leið til Íslands í nokkra daga, og í Suður-Evrópu þýðir þurrara og heitara loft, sem meðal annars berst norður yfir Miðjarðarhafið frá Sahara einfaldlega það, að gróður á erfiðara uppdráttar en áður.
Enn bið á flugi frá Tenerife | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Til fróðleiks mætti nefna
að þar sem nú er Sahara var áður sjór
og þannig er þetta sami hringaksturinn
sem annað þó nokkru muni í tímalengdum
hvers fyrir sig.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.2.2020 kl. 15:44
Og eru menn ekki að spá því að yfirborð sjávar muni hækka? Kannski flæða yfir Sahara eyðimörkina og gera hana að paradís? Og þá getur fólk haldið áfram að sóla sig á Kanarí án þess að sandblása á sér húðina.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2020 kl. 17:36
Jósef Smári! Og seltan verður
sú sama og í Dauðahafinu og því
mögulegt að líða út um allan sjó!
Þá er ekki verra að vita af sæhestinum
sem fjallað var um í 12 hefti Dýraverndarans 1930
en þar hefst greinin á Fákum e. Einar Benediktsson:
Í morgunljómanum er lagt af stað! Ekki amalegt að geta leigt
sér sæhesta við Kanarístrendur!
Í morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað,
þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð.
Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
Höf. Einar Benediktsson.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.2.2020 kl. 18:47
Jósef! Mig minnir að fyrsta erindip hafi birst þannig:
Í morgunljómann er lagt af stað.
logar öll dýrðin, svo vítt sem er séð.
Hafið það opnast sem óskrifað blað,
óravíddirnar sem auga er léð
Menn og sæhestar á sumardegi
sóla sig glaðir, iðandi legi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.2.2020 kl. 19:06
Leitt að hér sé verið að halda röngum fullyrðingum að almenningi. Það eru vísinda menn NASA, en ekki bloggarar, sem segja að jörðin sé að grænka. Ekki vegna hækkandi hitastigs, heldur vegna aukningar CO2. Heilt yfir hefur gróður á jörðinni aukist um 25% á 35 ára tímabili. Tvær rangar fullyrðingar í einni setningu er alveg ágætt afrek.
https://www.nasa.gov/feature/goddard/2016/carbon-dioxide-fertilization-greening-earth
Sveinn R. Pálsson, 24.2.2020 kl. 22:20
Reyndar rétt hjá þér húsari. Mín mistök að gleyma sjávarseltunni. En jæja. Samt gott að hún verður rykbundin.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.