Hversvegna má ekki nota mikllu styttra og betra orð en "áhafnarmeðlimur"?

Áhafnarmeðlimur og samnemandi eru tvö léleg og hvimleið orð, sem virðast vera einu orðin sem íslenskt fjölmiðlafólk kann yfir tvö hugtök, sem falleg, stutt og hnitmiðuð orð hafa hingað til, en virðat alveg hafa verið aflögð. 

Stundum er margstagast á þessum orðskrípum. 

Lítum aðeins á þessi tískuorð. 

"Áhafnarmeðlimur".

Sex atkvæða 15 stafa ömurlegt orð yfir hugtökin skipverji, skipsfélagi og flugliði, sem eru eru helmingi styttri og þjálli eftir því; þrjú atkvæði og 8-9 stafir. Og miklu fallegri orð.  

"Samnemandi" 

Með einhliða og endalausu stagi á þessu hvimleiða orði er íslensku fjölmiðlafólki að takast að drepa hin fallegu og nákvæmu orð bekkjarfélagi, bekkjarsystkin,  bekkjarbróðir, bekkjarsystir, skólasystkin, skólafélagi, skólabróðir og skólasystir. 

Þessi orð lýsa auk þess á fallegan gildi sambands skólasystkina, en samnemandi er hins vegar órökrétt orðskrípi, því að það eru kennarar, sem kenna nemendunum og væri því rökréttara að tala um að nemendur kennarans væru samnemendur hans ef endilega þarf að hampa þessu orði. 


mbl.is Rannsókn á veikindum beinist að hreyflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar, þakka þér fyrir áhugann.  

Orðin flugverji og flugáhöfn hafa verið notuð um alla áhöfnina en hinsvegar hafa menn verið að rugla með orðið flugliði td. í frétt tengdri þessari morgunblaðsfrétt þar sem segir að flugliðar skoði hópmálsókn gegn "Icelandair"  það eru flugfreyjur sem eru að skoða hópmálsókn.  Flugliði er þýðing á "Flight crew" þe. stjórnklefaáhöfn í þessu tilviki flugmenn , áður einnig flugvélstjórar og siglingafræðingar, sjá Flugorðabók og reglugerð um flugáhafnir.

Með flugkveðju,

Skúli Brynjólfur

Skuli Br. Steinthorsson (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 23:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er með flugliðaskírteini, sem gefur réttindi til að fljúga sem flugmaður í atvinnuskyni með ákeðnum takmörkunum. 

Sjúkraliði er ágætisorð, en það verður kannski ekki langt í að þegar talað er um hóp af hjúkrunarfólki, að farið verði að nota orðið sjúkraáhafnarmeðlinur?

Ómar Ragnarsson, 26.2.2020 kl. 00:24

3 identicon

Sæll Ómar.

Það er pistill á borð við þennan
sem minnir á það verk sem með öllu er ólokið
þó áratugir séu liðnir frá því fyrst var borin
fram áskorun til allra hugsandi manna um að 
íslensk samheitabók fengi litið dagsins ljós.

Þetta er verk sem verður að vinna og því fyrr því betra.

Ástæða er til að hvetja helstu stofnanir landins lögeggjan,
Árnastofnun, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og ríkisvaldið og
þá svo sannarlega Menntamálaráðherra um að ýta þessu flaggskipi
íslenskrar tungu úr vör, láta það verða að veruleika, komandi
kynslóðum til blessunar og enn frekari hvatningar.

Mætti gjarna kenna verk þetta við þann Íslending núlifandi
sem einna helst er þekktur fyrir hug sinn til lands og þjóðar,
menningararfs hennar og þýðingar þess að allt það megi lifa áfram
með öllum þem sem þetta samfélag byggja.

Samheitabók Vigdísar Finnbogadóttur er sú bók sem er
verkefni morgundagsins.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband