Langhlaup þar sem tölurnar kunna að lokum að ráða úrslitum.

Ýmsir bílaframleiðendur eru þegar með sjálfstýribúnað í þróun í bílum án þess að hafa tekið hann í notkun enn til fulls. 

Hér á landi er helst hægt að hugsa sér, að það verði það einkum slæm akstursskilyrði í myrkri og illviðrum vetrarins, sem mun mun virka hamlandi á framþróunina í þessum málum. 

Almennt má búast við að sjálfstýring bíla þurfi langan þróunartíma þar sem reyndar verði ýmsar útfærslur á blönduðum akstri. 

Allan tímann verðu nauðsynlegt að útvega sem nákvæmastar tölur yfir árangurinn í slíku langhlaupi, sem hægt verði að hafa hliðsjón til við ákvarðanir um einstök skref og afbrigði. 

Bara hér á landi má giska á að bílum sé ekið samtals um 20-30 þúsund milljónir kílómetra á ári svo að þetta er ekkert smámál.  


mbl.is Mannlausir í 32 milljónir km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband