29.2.2020 | 19:42
Tugþúsundir fólks í óþörfum og óverðskulduðum vandræðum.
Þegar fréttir bárust af því að Ísland væri vegna margra ára vanrækslu íslensks stjórnkerfis. komið í eitt af neðstu sætum á lista yfir stöðu þjóða gagnvart peningaþvætti og þar með komið á skilgreint svæði, sem gegnir nafninu grátt svæði; var sagt að þetta væri nú bara til málamynda og myndi varla breyta nokkru fyrir neinn.
Annað er nú heldur betur að koma í ljós, og nú liggur fyrir að um tugi þúsunda félaga af fjölbreytilegasta tagi er að ræða, og að þau þeirra, sem ekki gangi í gegnum sérstakar aðgerðir til að sanna að þau standi í neinu peningaþvætti eða öðru hættulegu brölti á alþjóðlega vísu, geti mátt búast við allt að tíu þúsund króna sektum á dag.
Ef þessar þúsundir félaga skila ekki inn tilskildum gögnum, gætu sektargreiðslurnar hlaupið á mörgum milljörðum króna!
Og þá er dæmið orðið þannig, að hið sama opinbera kerfi, sem klúðraði málinu upphaflega, á möguleika á að stórgræða peningalega á því.
Foreldrafélög verða sektuð 2. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já minn kæri, en það vantar allar skráningar eignarhaldsfélaga sem komu okkur á þennan lista! Því er ekki furða að við séum á þessu gráa svæði, það er skíturinn eftir hrunið sem er ekki ennþá búið að gera upp og margir stjórnmálamenn eru í ýmsum félagasamtökum og fyrirtækjum og skila bara sínum skattskýrslum! Og eru fríir og engin ábyrgð! Það er alltaf ráðist á lítilmagann til að ná í meiri peninga,og ef að við værum í ESB þá væru allir sem spilltir eru ekki við völd á Íslandi, og Seðlabankinn væri löngu kominn í Gjörgæslu! Enda engin furða að við séum Bananaólýðveldi ennþá!
Örn Ingólfsson, 29.2.2020 kl. 20:27
Mér er kunnugt um ósköp venjuleg félög, klúbba og hópa, þar sem engir peningar, sem hægt er að minnast á, eru í spilinu, og ekki heldur nein sambönd af neinu tagi, sem kalla á eitthvað hátimbrað kerfi, sem þurfi að sinna.
Meðal þeirra er félag, sem veltir innan við 20 þúsund krónum á ári.
Ómar Ragnarsson, 29.2.2020 kl. 22:16
Það er verið að rukka öll félög í landinu um að endur staðfesta skráða eigendur. Þannig að foreldrafélög og og húsfélög verða að verða sér út um eigendur.
Einkahlutafélög með skráðum eigendum verða að staðfesta skráningar með rafrænum skilríkum jafnvel þó svo að öllum gögnum um þá hafi verið skilað inn og liggi fyrir hjá því opinbera.
Svo er svo merkilegt að það er ekki hægt að nota neitt annað til að staðfesta með en rafrænu skilríkin þeirra Árna Sigfússonar og Bjarna Ben.
Hvorki íslykillin, veflykill skattsins eða venjuleg persónuskilríki eru tekin gild.
Í ofanálag er þessi tilskipun send saklausu fólki síðasta virka dag áður en himinháar sektir taka gildi.
Þetta heitir að gera saklausa samseka eigin spillingu. Sennilega er íslenska stjórnkerfið með þeim spilltustu í heimi.
Magnús Sigurðsson, 29.2.2020 kl. 22:29
Ég er hluthafi í litlu ehf félagi, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ekki frekar en mér þyki neitt athugavert við að tilkynna það eða skrásetja hjá hinu opnbera. Þegar búið var að senda inn tilkynninguna um hluta minn í fyrirtækinu kom hinsvegar babb í bátinn. Ekki er hægt að undirrita tilkynninguna nema með rafrænum skilríkjum! Þverhausinn ég er ekki með rafræn skilríki og nota enn minn gamla góða takkafarsíma. Með öðrum orðum skilst mér að undirskrift mín sé ekki tekin gild lengur, heldur á að neyða mig til að nálgast rafræn skilríki og í ofanálag kaupa mér einhvern fjárans snjallsíma, sem ég tel mig ekki hafa nokkra einustu þörf fyrir, frekar en að vera á feisbúkk, twitter, eða annari óværu.
Urrrrrrrrrrrr....!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.2.2020 kl. 22:30
Sá ekki færslu Magnúsar fyrr en eftir mína innsetta. Tek undir hvert hans orð og einnig síðuhafa. Þetta er slík óhæfa að ég get ekki annað en ímyndað mér að hægt sé að hnekkja þessari álögu á heiðarlegt fólk fyrir dómstólum. Eða hvað? Er stóri Bróðir orðinn svo valdamikill að hann geti gert nánast það sem honum sýnist?
Óskabarn Reykjanesbæjar heldur utan um rafrænu skilríkin og hagnast sennilega um einhverja dúsu á því.
Þegar tuðaranum er sagt að henda fullkomlega fínum síma í ruslið og fá sér 0,002 fermetra snjallsíma í staðinn, til að geta gert grein fyrir sér, fer tuðarinn í gang! ´´The tuð is not over´´. Ég kann enn að skrifa nafnið mitt og hef enn þrótt í að mæta til undirskriftar, hafandi öll nauðsynleg gögn meðferðis. Vegabréf, ökuskírteini og að því talið er ágæta og þokkalega læsilega rithönd.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.3.2020 kl. 00:52
Ég ekki skilja þeir sem eru skráðir eigendur á hlutabréfum í einkahlutafélagi þurfa núna að staðfesta eftir nýju lögunum að samþykkja sérstaklega skriflega að þeir séu alvöru eigendur á hlutabréfunum sem þegar kemur fram á skattaframtali viðkomandi hver hún er..
Getur einhver hjálpað mér til að fatta þetta sem sagt sagt mér hver er munurinn að segja satt hver er eigandi á hlutabréfunum á skattframtali eins og hefur verið og verður áfram og svo að segja satt á þessu eyðublaði sem á að fylla út og segja hver sé raunnverulegur eigandi sömu hlutabréfa sem koma fram á skattframtali ?
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 1.3.2020 kl. 11:30
Þetta á ekki bara við einkahlutafélögin heldur líka félög áhugafólks, oft afar fámenn, þar sem viðkomandi aðstandendur telja sig alls ekki vera "eigendur" félagsins, en er skipað að viðurkenna það skriflega!.
Ómar Ragnarsson, 1.3.2020 kl. 23:22
Í umsögn Seðlabanka Íslands út af þessum lögum til nefnarsviðs Alþingis má m.a.sjá að það skipti sköpum að hafa MIÐLÆGT AÐGENGI að þeim upplýsingum hver sé raunnverulegur eigandi og skrá þá líka einstaklinga sem í raun geta tekið ákvörðun um ráðstöfun fjármuna lögaðila með því að taka að sér stjórnarsetu í stjórnun þeirra engin greinarmunur er á því þó félagar í verkalýsfélagi sem dæmi séu kosnir í leynilegri kosningu í stjórn félagsins og skal sá sem kosin er skráður í gagnabanka eftirlitsins með hryðjuverkum og peningarþvætti.
Eftir lestur umsagnar Seðlabanka Íslands dettur mér í hug hvort það sé ekki verið að búa til kerfi í líkingu við kerfið sem skráir niður upplýsingar um einstaklinga í Löke kerfi Lögreglunar sem sagt þetta sé gert til að fylgast með þeim sem eru tilbúnir að taka að sér alkyns ábyrgðar störf fyrir almenning, s.s. verkalýsfélög og líka stjórnarmanna hjá félögum án launa sem dæmi þeir sem eru kosnir í stjórn húsfélaga því þessir hryðjuverkamenn og aðrir glæpamenn leynast á ólíklegustu stöðum.
Tilvitnun byrjar:
Nefndarsvið Alþingis nefndarsvið@ althingi.is Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Efni: Umsögn Seðlabanka íslands um frumvarp til laga um skráningu raunverulegra eigenda. mál nr. 794. 149. löggjafarþing. Með tölvubréfí hinn 12. apríl sl. óskaði Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn Seðlabanka íslands um frumvarp til laga um skráningu raunverulegra eigenda. I frumvarpinu er lagt til að í fyrirtækjaskrá verði skráðir raunverulegir eigendur tiltekinna lögaðila og felur frumvarpið í sér skyldu til þess að skrá þá einstaklinga sem í raun geta tekið ákvörðun um ráðstöfun Ijármuna lögaðilanna. stjórnun þeirra og njóta góðs af þeim eignum sem um ræðir. Seðlabanki íslands styður framgang frum\ arpsins og telur að cfni þess muni stuðla að betra og skilvirkara eftirliti á grundvelli laga nr. 104/2018. um aðgeröir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. í ljósi fenginnar reynslu við framkvæmd fjármagnshalta og laga nr. 87/1992. um gjaldeyrismál, er það mat Seðlabankans að frumvarpið. verði það að lögum. muni jafnframt auka gæði eftirlits á grundvelli annarra laga. þar sem upplýsingar um raunverulegt cignarhald lögaðila geta haft mikla þýðingu. Við eftirlit Seðlabankans með fjármagnshöftum hafa þessar upplýsingar í mörgum tilvikum ekki verið fyrirliggjandi og hefur reynst erfitt eða jafnvel ómögulegt að afla þeirra. Skylda til þess að skrá raunverulegt eignarhald lögaöila og miðlægt aðgengi að þeim upplýsingum skiptir því sköpum.
Virðingarfyllst, SEDLABANKl ÍSLANDS
Tilvitnun endar
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 2.3.2020 kl. 01:01
Hvernig fær Almenningur aðgang að upplýsingum sem margar eru faldar til að torvelda almenningi upplýsingaöflun og fyrirspurnum, því það er verið að senda Almenning frá einni stofnun til annarar og svo þegar í eina stofnun er komið þá kostar það aðra ferð fram og til baka og áfram og á endanum gefst fólk upp á að standa í STOFNANARUGLI ÍSLANDS með tilheyrandi mengun í bílabiðröðum og ekki tekur ríkið þátt í að niðurgreiða borgarklúðrið sem betur fer!
Örn Ingólfsson, 7.3.2020 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.