Íslenska mannanafnahefðin er dýrmæt.

Þegar íslenska mannanafnahefðin er útskýrð vel fyrir útlendingum eru algengustu viðbrögð þeirra aðdáun, stundum blandin votti af öfund. 

Hluti af þessum jákvæðu viðbrögðum felst í því að á bak við ættarnöfn liggur gamalt misrétti kynjanna varðandi það að kona þurfi að skipta um nafn við það að gifta sig, og að þetta aðkomna ættarnafn verði jafnvel aðalnafn hennar, án þess að hún fái nokkru um það ráðið. 

Dæmi er Jacqueline Bouvier, sem þurfti að breyta nafninu í Jacqueline Kennedy þegar hún gifti sig, og síðan á breyta nafinu aftur þegar Kennedy var myrtur og hún varð við aðra giftingu að Jacqueline Onassis. 

Hugmyndir um að verja ekki íslensku mannanafnahefðina, heldur gefa verulega eftir varðandi ættarnöfnin geta reynst íslensku hefðinni skeinuhætt, vegna þess hve erfitt er að verjast ásókn ættarnafnanna. 

Íslenski mannanafnasiðurinn er snar þáttur í menningu og sjálfsímynd þjóðarinnar, bæði sem praktiskt og rökrétt atriði, en einnig sem atriði, sem eykur virðingu okkar út á við. 

Þegar bent er á kynjahalla varðandi það að föðurnöfnin séu ráðandi, má á móti benda á þá möguleika að kenna sig við móður, og hefur sá siður þann kost, að minni hætta er á því að skyldleikinn sé ekki öruggur. 

Auk þess benti einn vinur minn á það í umræðu um þetta mál, að náin tengsl móður og afkvæmis á meðgöngu og fyrst eftir hana væru atriði, sem faðirinn færi á mis við og notkun föðurnafns sem eftirnafns því viss jöfnun á þessum mismun.  


mbl.is „Hvert er íslenska nafnið þitt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála því að við eigum að halda í þá hefð að kenna okkur við foreldrana.

Reyndar má færa rök fyrir því að börn séu frekar kennd við föður en móður. Það leikur yfirleitt enginn vafi á hver móðirin er, en stundum erfiðara að vita nákvæmlega föðurinn. Kannski var þessi hefð að kenna börn við föður tekin upp til að taka einnig af vafa um hver hann væri.

Gunnar Heiðarsson, 1.3.2020 kl. 19:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rannsóknir hafa gefið til kynna að glettilega mikið sé um það að börn séu rangfeðruð. 

Ómar Ragnarsson, 1.3.2020 kl. 23:18

3 identicon

Sæll Ómar.

Sjálfur er ég að grafa í mínum uppruna,- nokkrar kynslóðir aftur í tímann.

En mér sýnist nú börnin öll vera undan mér ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband