4.3.2020 | 00:16
Vonandi verður snjóflóðið í vetur til þess að öryggi verði tryggt.
"Fátt er svo með öllu illt, að ei boði gott. Snjóflóðið á Flateyri í vetur var mikið áfall og varpaði skugga yfir framtíðarhorfur á staðnum.
Það voru slæmu fréttirnar.
En góðu fréttirnar eru, að án þessa snjóflóðs hefði verið lifað áfram við falskt öryggi.
Það var heppni að ekki varð manntjón, og nú skapsast grundvöllur fyrir að markvissar rannsókir á grundvelli nýrra gagna, sem liggja nú fyrir en hefðu ekki gert það ef ekkert snjóflóð hefði fallið.
Á slíkum rannsóknum verður vonandi hægt að byggja nægilegar endurbætur með nýjum kröfum og úrlausnum, sem nái fram viðbúnaði sem tryggi öryggi fólksins og atvinnulífsins til frambúðar.
Langmikilvægast að endurmeta snjóflóðavarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi man svo síðasti íbúinn eftir að slökkva ljósin og veifa snjóflóðavarnargarðagerðarmönnunum bless.
Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.