Veiran breiðist hraðast út í fjölmiðlum. Kostir og ókostir.

Ef gerð væri könnun á því rými í fréttum fjölmiðla sem COVID-19 veiran fær, sýnist hröð fjölgun þessara frétta á hinum fjölbreytilegustu sviðum vera afar hröð og breiðast um allar tegundir frétta, fundi, mannfagnaði, hvers kyns samkomur og samgöngur og guð má vita hvað. 

Vonandi veitir sem best upplýsingaflæði þjóðfélaginu þekkingu til að bregðast sem skynsamlegast og af mestri yfirvegun við þessu ágenga viðfangsefni, og komi í veg fyrir það að tjónið af völdum veirunnar verði mun meira en hægt er að komast hjá með skaplegustum hætti. 

25 prósent samdráttur í flugi Lufthansa og 80 prósent minni bílasala í því landi þar sem flestir bílar eru framleiddir eru dæmi um þau ógrynni tilefna, sem komið hafa fram um málið. 

Í tengslum við það komast meira að segja skítugir bæklingar í sætisvösum Icelandair.

Viðbrögð Bandaríkjaforseta þess eðlis að einbeita afli "stórkostlegasta ríkis heims" í að búa til hindranir og múra á samgöngum við önnur ríki og reisa nokkurs konar mexíkóskan sóttvarnarmúr umhverfis Bandaríkin eru í samræmi við hina þekktu trú hans á múra og aðskilnað lands hans gagnvart öðrum löndum. 

Nú berast fréttir af því að útbreiðsla veirunnar innan lands sé að verða hraðari en áður og ef hún fer úr böndunum verður það varla til að varpa ljóma á einangrunarhugsun hans.  


mbl.is Ragnar gagnrýnir Icelandair fyrir óþrifnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Það hvarflar að manni að þú sért orðinn þreyttur á því að vera landvættur, að verja landið og náttúruna fyrir skammtíma hugsun og undirliggjandi græðgi þeirra sem sjá aðeins dollar þegar við hin sjáum fegurð.

Þú veist að veiran breiðist ekki hraðast út í fjölmiðlum, hún hefur valdið ótímabæru andláti fólks á Ítalíu, þar sem enginn endirinn er í sjónmáli, og hún hætti að drepa í Kína, þegar eina ráðið sem virkar gegn henni, það er að rjúfa smitkeðjuna, var virkjað.

Ef það hefði ekki verið gert, þá væru þegar tugþúsundir fallnir, eða afhverju halda menn að einræðisstjórnin í Kína hafi kosið að fórna efnahag í stað fólks??

Vegna veirusýkingar í fjölmiðlum????

Og veiran spyr ekki um pólitík, hvort sem það er Trump eða kínverskir kommúnistar, það er eins og fólk fatti það ekki og meti aðstæður út frá þráhyggju sinni gagnvart því sem það er pólitískt á móti eða með.

Veiran var stjórnlaus í Kína, þar til menn gripu til ráðstafana, tóku á móti henni.

Í Evrópu í dag erum við í sporum Kínverja á meðan lítið var gert úr veirusmitinu.

Afleiðingin verður stjórnlaus útbreiðsla, með tilheyrandi mannfalli eldra fólks.

Og þú hefur það í flimtingum nafni minn, samt kynslóð eldri en ég.

Mér finnst það skrýtið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 17:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var ekki ætlun mín að hafa þetta í flimtingum, heldur að hvetja til þess að öll besta þekking og fjölmiðlun sé notuð sem skynsamlegast til þess að ná sem bestri viðspyrnu við þessum faraldri. 

Hvað það snertir líst mér ekki á einhæfa sýn Trumps á einskonar umsátur erlendra þjóða um Bandaríkin í innrás farsóttar, sem vegi miklu þyngra en möguleikar veikinnar til að dreifa sér illilega um hans víðlenda ríki ef ekki verður brugðist af krafti við henni líka innanlands.  

Ómar Ragnarsson, 4.3.2020 kl. 19:44

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er markt sem ma athuga her. Í fyrsta lagi, Ómar þá er covid-19 ekki veiran heldur sjúkdómurinn sem hún veldur. Veiran heitir SARS-CoV-2. Það er virkilega þreytt mál að menn geta ekki farið rétt með málið. Vinsamlega farðu a heimasíðu WHO til að staðfesta það sem ég segi.

En þetta er alveg rétt sem þú segir. Annaðhvort lýgur fólk. Til að forðast panic meðal almennings, eða um er að ræða stærsta leikrit nútíma sögu.

Um 100 þúsund hafa dáið a sama tíma af völdum flensu og þessi "skraðu" 3000 tilfelli af þessari veiru. Annaðhvort lýgur Kína um dauðsföllum (sem er mjög líkleg, því til eru myndir af líkbrennslum í wuhan, sem fær manni hroll) eða það er Xi Jing Ping með Munchausen bý proxy.

omar geirson, það deyja 33 sinnum fleiri af flensu en af þessari veiru, þetta er alveg rétt hjá Ómari Ragnarssyni.

Örn Einar Hansen, 4.3.2020 kl. 19:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Allt í góðu nafni, en fyrirsögnina mátti skilja á hinn veginn.

Og það þarf að taka þessa veiru alvarlega ef við ætlum að ná tökum á útbreiðslu hennar, vitna í WHO máli mínu til stuðnings.

Stjórnlaus útbreiðsla hennar mun fella fleiri en við höfum áður séð í nútímanum.

Varðandi Trump karlinn, þá er það svo að hann er kannski ímynd Bandaríkjanna en það vill gleymast að Bandaríkin er ríkjasamband, og sérhvert ríki hefur sín lög og sitt framkvæmdarvald. 

Það á svo eftir að koma í ljós hvernig til tekst, en Trump mun hvorki  hafa heiðurinn eða skömmina af því.

En í þessu máli hafa fjölmiðlar alla þökk í að upplýsa fólk, og vekja það upp af doðanum.  Ég kíki reglulega á stóru fjölmiðlana úti og ég fæ ekki annað séð en að þeir upplýsi, sem og að flytja fréttir.

Sem er nauðsynlegt, það þarf að ná til fólks og upplýsa það.

Mannslíf eru undir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 20:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Það kom upp svo skætt tilfelli af Ebóla veirunni að það felldi heilt þorp.  Þar með var að það afbrigði Ebóluveirunnar úr sögunni, og mannfellirinn af henni aðeins prómil prómil af til dæmis inflúensunni sem gekk yfir Afríku það árið.

Samt er Ebólan skilgreint vá af hæsta stigi, inflúensan svona la la, enda ekki nokkur maður settur í sóttkví hennar vegna.

Hvernig skyldi nú standa á því Bjarni??

Menn eiga ekki að bera saman óskylda hluti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 20:45

6 identicon

Image result for borat congrats

Húsari. (IP-tala skráð) 5.3.2020 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband