Stytturnar í Afganistan, Yellowstone, Þjórsárver og íslensk náttúra : Heilög vé.

Einn fremsti jarðvarmavirkjanasérfræðingur Bandaríkjamanna lýsti því yfir á opnum fundi, að langstærsta orkubúnt Norður-Ameríku, Yellowstone, væri heilög vé í augum Bandaríkjamanna, og yrði aldrei snert við svo miklu sem einum af tíu þúsund hverum þjóðgarðsins. 

Fjölmiðlar heimsins og Bandaríkjamenn fordæmdu það þegar Talibanar sprengdu "heilagar styttur" í Afganistan. 

Einstæðar náttúrugersemar hins eldvirka hluta Íslands eru á sama hátt heilög vé, sem taka sjálfu Yellowstone fram með öllum sínum hverum og stórfossum. 

"Þjórsárver eru heilög vé" sagði Guðni Ágústsson svo eftirminnilega þegar til stóð að drekkja hluta þeirra og skrúfa fyrir stærstu fossaröð landsins í efri hluta Þjórsár. 


mbl.is Keyrði á heilaga styttu á Páskaeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hvílík skammsýni!

Ekkert af þessu hefur nokkru sinni
verið í eign einhvers og verður það
ekki frekar en nokkuð annað og fyrir því liggur að
fara veg allrar veraldar til jafn við allt annað.

Uppaf rennur ný jörð og nýr himinn;
allt sem áður hafði verið lagt til þess.

Húsari. (IP-tala skráð) 10.3.2020 kl. 10:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvort eð er" röksemdin birtist í sinni skýrustu mynd úr launsátri Húsara: 

Af því að öll núverandi náttúruverðmæti og mannvirki munu hvort eð er hverfa er í góðu lagi að eyðileggja hvað sem er. 

Í svona röksemdafærslu taka menn ekkert tillit til þess, að með slíkum ákvörðunum sé tekið fram fyrir hendurnar á komandi kynslóðum. 

Og þá kemur þessi dásamlega röksemd hjá sumum: Komandi kynslóðir hafa ekkert gert fyrir okkur og því eigum við ekki að gera neitt fyrir þær.  

Ómar Ragnarsson, 10.3.2020 kl. 15:07

3 identicon

Þegar ég var ásamt dóttir minni á ferðalagi um Amríkun Kyrrahafsmegin fyrir síðustu jól komum við m.a.til Valparaiso sem er næst stærsta borg Chile og er á heimsminjaskrá UNESCO. Við komum við í Fonck-safninu er það nafn sem er þekkt í Museum of Archaeology and History Francisco Fonck. Í garðinum er ekta Moai stytta frá Páskaeyju, sem ásamt þeim sem eru sýndir í British Museum í London, eru þeir einu fyrir utan eyjuna. Ég keyrði ekki á styttuna en lét taka mynd af mér með styttunni sem sparaði að maður þurfti ekki að fara 3500 km leið sem sú leið er frá meginlandi Chile til Páskaeyju:)

Kveðja, Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 12.3.2020 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband