Það er bylting ef útskiptanlegt rafgeymakerfi verður tekið upp.

Útskiptanlegt rafgeymakerfi á vélhjólum er á leiðinni með að innleiða byltingu í notkun rafhjóla.Gogoro rafhlöðu útskipti

Slíkt kerfi, eins og þegar er komið til dæmis á Tæpei höfuðborgarsvæðinu á Tævan þýðir það, að í stað þess að það taki margar klukkustundir að hlaða geyma slíkra hjóla, tekur það aðeins nokkrar sekúndur að skipta út geymum á sérstökum skiptistöðvum, en þær eru 757 á Tæpeisvæðinu. Fiat Centoventi

Þessi bylting er möguleg á vélhjólum vegna yfirburða þeirra varðandi þunga farartækjanna miðað við afkastagetu í fólksflutningum. Tveggja sæta vélhjól sem nær 100 km hraða, er tíu sinnum léttara en ódýrustu bílar, en meðalfjöldi um borð í farartækjum í innanbæjarakstri er aðeins 1,1 til 1,2 persónur.   

Vandinn varðandi rafbílana er augljóslega sá, að geymarnir, sem skipta þarf út, eru svo þungir, að erfitt er að sjá hvernig hægt er tæknilega að útfæra slíkt kerfi á bílum. 

Því verður afar spennandi að sjá hvernig Fiat hyggst leysa þetta mál. Helst kemur í hug að það þurfi sérstakt skiptistöðvakerfi líkast olíusmurstöðvum til þess að renna tómum geymum úr bílunum og setja inn hlaðna í staðinn. 

Nafnið Centoventi á hugmyndabíl Fiat þýðir 120, en þeir hjá Fiat hafa verið einkar lagnir við að nota afmæli til þess að koma fram með góðar hugmyndir. 

Verksmiðjurnar eiga 120 ára afmæli í ár og fyrsta gerð Pöndunnar kom fram 1980, þannig að Panda á 40 ára afmæli í ár. 

2007 átti Fiat 500 50 ára afmæli og þá kom fram stækkuð eftirlíking af þeim bíl, sem var svo vel heppnuð, að honum hefur ekkert verið breytt í 13 ár, heldur gerðar stækkaðar útfærslur af honum í svo stórum mæli, að drjúgur meirihluti framleiddra Fiat bíla er með 500 í heiti sínu. 

Í viðtali við yfirmann tæknimála hjá Fiat upp úr aldamótunum síðustu spáði hann því að bensínvélin, sem þá stóð höllum fæti gagnvart dísilvélinni, myndi ná vopnum sínum og taka forystuna á ný. 

Menn hlógu að þessu, en nokkrum árum síðar bylti Fiat Twin-air vélin hugmyndum manna um bílvelar, svo sem Ecoboost vélarnar hjá Ford eru dæmi um. 

 


mbl.is Fiat planar raf-Pöndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband