Rýmið fyrir repjuna gæti verið eina vandamálið.

Í mjög athyglisverðri tengdri frétt á mbl.is er nefnt flatarmálið 16.000 hektarar, sem repjuakrar gætu þakið hér á landi.

Eins og svo oft vill verða, er notuð flatarmálseining, sem segir venjulegum lesendum ekki neitt, því að eina flatarmálseiningin, sem flestir skilja, eru ferkílómetrar. 

Raunar er þetta afar einfaldur útreikningur, því að hver ferkílómetri er 100 hektarar, þannig að aðeins þarf að taka tvö núll aftan af hektarafjöldanum, og þá verður útkoman 160 ferkílómetrar. 

Það þýðir svæði sem er 20x8 kílómetrar eða álíka og helmingur undirlendis í Árnessýslu, þannig að vel þarf að huga að landnýtingunni sam repjuræktinni fylgir. 

Raunar er landnýting hér á landi án framsýni, svo sem um það, hvar eigi reisa þá tugi risa vindorkuvera, sem nú streyma inn á borð hjá stjórnvöldum, og landnýting almennt er í farvegi óreglu og ringulreiðar.  


mbl.is Starfshópur skipaður um repjurækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Svæðið neðan við þjóðveg 1 milli þjórsár í vestri að ytri Rangá i austri er aðeins stærra en þetta  

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.3.2020 kl. 23:38

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Vissulega væri frábært ef við gætum "ræktað" þá olíu sem við notum. Þarna er þó örlítið farið "vel" með sannleikann, þó hann að  hluta komi fram í fréttinni.

Fyrir það fyrsta má efast um sumar tölur sem þarna koma fram, eins og magn þeirrar olíu sem fæst af hverjum hektara. Þar sem repjuræktun hér á landi hefur að mestu farið fram á takmörkuðu svæði í einskonar örræktunarstíl, eru magntölur vart marktækar. Strax við það eitt að færa ræktunina frá því að vera hobbý hugsjónamanna yfir í að verða einskonar verksmiðjuframleiðsla, má gera ráð fyrir mun minni uppskeru.

Í öðru lagi eru 16.000 hektarar eða 160 ferkílómetrar ansi stórt landsvæði. Til að ná slíku ræktanlegu landsvæði þarf auðvitað mun stærra land.

Og í þriðja lagi og það kom fram í fréttinni, er einungis verið að tala um að framleiða olíu fyrir 10% skipaflotans. Stórkallalegar yfirlýsingar, sem stundum hafa heyrst, um að við gætum orðið okkur sjálfbær í olíuframleiðslu eru því ansi fjarstæðukenndar. Ef gefum okkur að eitt tonn náist af olíu af hverjum hektara þarf því 160.000 hektara lands, eða 1.600 ferkílómetra. Það samsvarar um það bil öllu ræktuðu landi á Íslandi í dag. Því er ljóst að þurrka þarf upp mikið magn mýrlendis ef tvöfalda á ræktað land hér á landi. Þ.e. ef menn vilja halda matvælaframleiðslu áfram.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2020 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband