12.3.2020 | 20:20
Veiran virðir ekki mismunandi þjóðerni.
Orðið fáránleiki hlýtur að koma í hugann þegar það er nú komið í ljós, að farið verður eftir þjóðernum farþega í þeim flugferðum, sem verða farnar allan banntímann "með bandaríska farþega og farþega, sem bannið nær ekki til."
Skoðum þetta aðeins nánar.
Tilhneigingin til að draga fólk í dilka eftir þjóðum og kynþáttum, oftast í formi kynþáttafordóma, skín í gegn hjá þeim, sem stendur að ferðabanninu.
Meðal farþega, sem fljúga má með, eru væntanlega Bretar, þótt Bretar séu Evrópubúar sem búa austan Atlantshafsins.
Nýjustu viðburðir varðandi Bandaríkjamenn, sem hafa komið til landsins með COVID-SMIT sýna samt að veiran virðir ekki mismunandi þjóðerni.
En það afbrigði kynþáttamismunar að flokka flugfarþega eftir þjóðernum og mismuna þeim á slíkum grundvelli er í samræmi við upphaflegt aðgerðarleysi Trumps, sem byggði á þeirri kenningu að íbúar Bandaríkjanna væru öðrum þjóðum æðri.
Mismunun á kynþáttum á ýmsum forsendum er eitthvað, sem halda hefði mátt að hefði verið kveðin í kútinn í Seinni heimsstyrjöldinni.
Um fánýti kenninga um mismun kynþátta eru gott dæmi orðaskipti milli sænsku söngkonunnar Söru Leander og þýska áróðursmálaráðherrans Joseph Göbbels á stríðsárunum.
Leander naut mikilla vinsælda í Þýskalandi og hitti Göbbels einu sinni að máli við opinberan viðburð.
Göbbels sagði við Leander með tóni, sem var ekki beint vinsamlegur: "Þú heitir Sara. Er það ekki ansi gyðinglegt nafn?" Sara svaraði að bragði: "Jæja, finnst þér það, Jósep minn?"
Fljúga áfram á fjóra áfangastaði í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur minnst með þjóðerni eða kynþætti að gera. Karlinn er fúll út í ESB.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.3.2020 kl. 21:06
ESB byrjaði fyrst, segir fíflið. ESB segir karlinn fífl. Fíflið fíflar ESB og hver er þá fiflið?
Sjúkt, hvernig sem á það er litið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2020 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.