Eiga slökkviliðsmenn að vinna með bundið fyrir augun?

Talsmaður aðgerða í sóttvörnum og almannavörnum í erlendu ríki sagði hin augljósu sannindi í sjónvarpi í dag þegar hann var að svara spurningum og ábendingum um gildi mismunandi aðgerða, að það sé erfiðara að hefta eld í umfangsmiklum eldsvoðum, ef slökkviliðsmennirnir eru með bundið fyrir augun.  Svipað væri háttað um sýnatökur og smitmælingar varðandi COVID-19 veiruna. Því fleiri og víðtækari mælingar, því betra, og þeim mun meiri og gagnlegri yfirsýn hægt að fá yfir viðfangsefnið og þar af leiðandi hægt að beita markvissari aðgerðum en ella. 

Svo að haldið sé áfram með samlíkinguna um eld, sem breiðist út, til dæmis í þéttbýlu hverfi, blasir við, að ef allir slökkviliðsmennirnir eru með bundið fyrir augun, sér enginn þeirra neinn eld, og því fleiri, sem þeir eru með bundið fyrir augun, því minna útbreiddur virðist þeim eldurinn vera útbreiddur. 

Þarna var þessi erlendi talsmaður í raun að lýsa því hvernig hundrað sinnum minni smitmælingar Bandaríkjamanna en hjá Íslendingum og Suður-Kóreumönnum fyrstu vikur faraldursins, sýndu að sjálfsögðu margfalt minni útbreiðslu vestra en hún var í rauninni.

Og varpaði ljósi á það hvernig ötular smitmælingar Íslendingar voru það fyrsta sem benti til þess að aðal smitsvæðið á þeim mælingadögum var á Norður-Ítalíu og í Ölpunum.  


mbl.is Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sóttvarnarlæknir hefur nánast á hverjum opinberum fréttamannafundi bent á þetta. 

 Þetta er ekki flókið. Því færri mælingar á öllum, því minni upplýsingar og í raun engin leið að bera saman ástandið milli landa. Mælingar sem eingöngu miða við að mæla þá sem þegar eru sýktir, er ekki á nokkurn hátt hægt að bera saman. Svíar eru að skíta upp á bak, ásamt sönum og norðmönnum. Þaðan er ekkert að marka neinar tölur, frekar en frá Norður-Kóreu.

 Tek ofan hattinn fyrir hérledu framvarðarsveitinni. Hafði ekki mikla trú á þessari aðferð í upphafi, en tel okkur afar heppin með okkar fólk. Innspýtingin frá Kára setti síðan púnktinn yfir iið. Við erum öflugri en margar þjóðir og andrúmsloftið undanfarna daga undirstrikar það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2020 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband