"Snjóbíll Gvendar var til taks..."

Þegar velja þurfti örfá nötn og atriði, sem vörpuðu ljósi á menn og málefni sjötta áratugs síðsutu aldar á Íslandi í lagi um það, spruttu þessar línur fram: 

"Er Kiljan gerðist Nóbelskáld og KK blés í sax

og Clausensbræður hlupu, snjóbíll Gvendar var til taks..."

Snjóbíllinn þessi var kanadískur, í eigu Guðmundar Jónassonar, sem vakti þjóðarathygli og aðdáun á útmánuðum 1952 þegar fádæma fannfergi gerði fólki miklar búsifjar á Norðausturlandi og eina leiðin á þeim tíma til þess að flytja nauðsynjar um Jökuldal og fleiri sveitir var að kalla á Guðmund til hjálpar með hinn frábæra snjóbíl sinn.  

Það eru sem sé fordæmi fyrir ógnar snjóþyngslum á þessu svæði, þótt liðin séu næstum 70 ár. 

Þótt Willys jeppar væru komnir til sögu á árunum eftir stríð, hafði mönnum ekki hugkvæmst að breyta þeim með því að setja undir þá stór dekkk, enda komu 38 tommu dekkin ekki til sögunnar fyrr en meira en 30 árum seinna. 


mbl.is Gríðarmikið fannfergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband