"Látum ei mótlætið buga´okkur, heldur brýna!"

Víðir Reynisson orðað vel þá hugsun, sem hann telur að þjóðin eigi að temja sér í viðureigninni við COVID-19, þegar hann sagði á upplýsingafundi í sjónvarpinu:  "Við bognum kannski, en við brotnum ekki." 

Þarna er að heyra óbeina tilvísun í ljóð Stephans G. Stephanssonar um grenitréð: "Bognar ekki; brotnar í bylnum stóra síðast."  Oft þarf sveigjanleika og lagni í erfiðri baráttu. 

Í október 2008 kom saman hópur tónlistarfólks undir heitinu "Birta" og söng lag og texta í tilefni Hrunsins, sem ætlað var að vera til uppörvunar.  

Lagið er nú komið á facebook-síðu síðuhafa og textinn er svona, en örfáum orðum í honum hefur verið breytt ögn síðan 2008. 

 

STYÐJUM HVERT ANNAÐ.  

 

Láttu´ekki mótlætið buga þig, heldur brýna. 

Birtuna má aldrei vanta í sálu þína. 

Ef hart ertu leikin(n), svo þú átt í vök að verjast, 

vertu´ekki hnuggin(n); njóttu þess heldur að berjast.  

 

Ef við við höfum hvort annað í ást og trú. 

Ef við höfum hvort annað er von mín sú, 

að við náum að landi eftir háskaför, 

þótt við lendum í strandi aftur ýtum við úr vör. 

 

Ef við styðjum hvert annað, við erum sterk; 

ef við styðjum hvert annað við okkar verk; 

erum glöð yfir því, sem er okkur næst. 

Ef við styðjum hvert annað geta fagrir draumar ræst.  

 

Látum ei mótlætið buga´okkur, heldur brýna.

Brosum og elskum og látum ljós okkar skína, 

því lífið er dásamleg gjöf, sérhvert ár, sérhver dagur, 

ef sýnum við staðfestu vænkast mun okkar hagur!  

 

Ef við styðjum hvert annað við erum sterk;

ef við styðjum hvert annað við okkar verk,

erum glöð yfir því, sem er okkur næst. 

ef við styðjum annað, geta fagrir draumar ræst. 

 

Ef við styðjum hvert annað við erum sterk;

ef við styðjum hvert annað við okkar verk;

erum glöð yfir því, sem er okkur næst; 

:,: ef við styðjum hvert annað geta fagrir draumar ræst :,: 

 

Látum ei mótlætið buga´okkur, heldur brýna! 

Brosum og elskum og látum ljós okkar skína!  

 

 


mbl.is Þurfa að velja hver lifir og hver deyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband