21.3.2020 | 11:11
Magnaðir danskir sjónvarpsþættir um COVID-19.
Á vef danska sjónvarpsins má sjá tvo magnaða heimildarþætti um COVID-19 veiruna þar sem vegferð hennar er rakin fjóra mánuði aftur í tímann.
Þar sést, að í þeim ríkjum, þar sem verian hefur gert mestan usla, var ekki farið eftir tilmælum reyndustu sérfræðinga Alþjóða heilbrigðisstofnunarinar, heldur reynt að finna upp eitthvað öðruvísi hjol en kringlótt.
Í upphafi kom veikleiki alræðis og kúgunar kommúnistastjornarinnar í Kína í ljos, þegar menn héldu fyrst að um SARS-veiruna væri að ræða og gripu til harkalegra og skelfilegra ráða alræðisins til að losa sig við þá, sem vöruðu við faraldrinum.
Snjallsímarnir reyndust það tæki, sem sneri þessu við, því að ekki var hægt að stöðva útbreiðslu hinna skelfilegu mynda, sem bárust um heiminn, meðal annars af dauða Li Enliang læknis af völdum veikinnar, sem mest hafði varað við henni.
Þá sneri alríkisstjórnin blaðinu algerlega við og fór út í fordæmalausar og altækar aðgerðir, þar sem geta og afl kúgunarkerfisins var nýtt til hins ítrasta.
Þá leit Wuhan út svipað því sem nú er að sjá á Ítalíu og viðar, þar sem öllu hefur verið skellt í lás.
En áætlað er að Kínverjar hafi´í upphafi sóað 2-3 vikum í tóma vitleysu, og þá hafi komið þeim í koll, að í fyrri faröldrum þessararar aldar, SARS og Ebólu, hefur tekist til þessa að koma í veg fyrir alheimsfaraldur.
Samt dreifðist fyrrnefnda farsóttin til 21. lands á 21 degi. Svo er að sjá að naumir en tímaabundnir sigrar á þessum drepsóttum hafi kostað ofmat sumra á því að skást sé að láta reka á reiðanum undir kjörorðinu: Þetta reddast og slá af kröfum þeirra, sem mesta reynslu og yfirsýn höfðu: Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO.
Svo virðist í af hinum mögnuðu dönsku sjónvarpsþáttum að tvenn frávik frá ráðleggingum WHO hafi reynst dýrkeyptust; á Norður-Ítalíu og í Bandaríkjunum.
Í báðum tilfellum felast mistökin í því sama og gerðist fyrstu tvær vikurnar í Kína, að vanrækja stórlega þá höfuðnauðsyn að afla sem fljótast eins mikilla upplýsinga um faraldurinn og mögulegt eru og gripa strax til aðgerða á þeim grundvelli.
Þetta gerðu Íslendingar og urðu með því fyrirmynd annarra, meðal annars með því að verða fyrstir til þess að greina hættuna á Norður-Ítalíu, sem skipti miklu máli hér á landi sem annars staðar.
Trump forseti virtist í fyrstu ala með sér von um að málin redduðust og veikin hefði engin áhrif á endurkjör hans og tók afar sjálfhverfa afstöðu, með því að hunsa ráðleggingar WHO, eins og það væri eitthvað keppikefli í sjálfu sér.
Sú staðreynd að í Bandaríkjunum eru margt af færasta vísindafólki á þessu sviði skóp mynd af fölsku öryggi, sem forsetinn hélt mjög frammi i upphafi, því að á móti kemur að tugir milljóna Bandaríkjamana eru utan heilbrigðisþjónustu á grundvelli sjúkratrygginga, og til að bæta gráu ofan á svart, skimuðu Bandaríkjamenn færri hlutfallslega en nokkur önnur þjóð, hundrað sinnum færri en til dæmis Íslendingar og Suður-Kóreumenn, og fóru Kanar þannig á mis við lífsnauðsynlegar upplýsingar.
Án þess að taka sýni er ekki hægt að rekja feril veikinnar aftur í tímann og reyna að kortleggja útbreiðslu hennar.
Nú eru þeir byrjaðir að súpa af því seyðið.
Í Danmörku er búist við að veikin nái hámarki í síðari hluta apríl eða byrjun maí og rénun veikinnar í Wuhan gefur ákveðna von.
En ef miðað er við það að veikinnar varð fyrst vart hér á landi í lok janúar, sýnist vart að búast við mikilli rénun hér fyrr en í júní.
Við erum öll í sóttkví núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Omar, vandamálið er þetta. Wuah er álika mikið fórnarlamb CCP og við hin. Menn voru lokaðir inni, heimilin voru einangruð. Fólk svalt, á sama hátt og á tímum Maó. Þegar fólk dó, var það dregið og ut brennt án þess að athugað var hvort það hafi dáið af völdum veirunnar.
Kínverskai kommúnistaflokkurinn var að hugsa um sjálfan sig, en ekki almannaheill. Nokkuð sem þeir eiga sameiginlegt með öðrum kommum, einnig á Íslandi. Lokum vandann inni, brennum vandann og lifum af ... þetta er sjónarmið kommúnista. Þeir fáu deyja, í þágu þeirra mörgu.
Örn Einar Hansen, 21.3.2020 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.