Á degi ljóðsins og hertra aðgerða: "Lífið er alltaf núna."

Á þessum laugardegi 21. mars, þegar boðaðar eru hertar aðgerðir vegna COVID-19, sést á facebook, að Ingibjörg Björnsdóttir minnir á að í dag, 21. mars, sé dagur ljóðsins, og að ekki sé úr vegi að minnast þess á einhvern hátt. 

Hér kemur viðbragð við þessum aðstæðum dagsins með ljóði og lagi til uppörvunar, sem ber heitið "Lífið er alltaf núna": 

 

LÍFIÐ ER ALLTAF NÚNA. (Með sínu lagi) 

 

Hver andrá kemur og hún fer; 

og einn og sér er dagur hver. 

Hvort margir góðir dagar koma, er óvíst enn. 

 

Þótt hamingjan sé ekki alltaf gefin

og óvissan sé rík og líka efinn

munum, er við æviveginn stikum, 

að ævin, hún er safn af augnablíkum. 

Það er svo morgunljóst og ekki snúið,

að þau eiga samleið, hamingjan og núið. 

Missum ekki´á hamingjuna trúna; 

munum það, að lífið er alltaf núna. 

 

Hver andrá kemur og hún fer

og einn og sér er dagur hver. 

Hvort margir góðir dagar koma´er óvíst enn. 

En fjársjóð geymir fortíðin, 

sem felur í sér vísdóminn; 

"svo lærir lengi sem lifir" segja menn. 

 

Er andstreymi og mistök okkur þreyta, 

þá er samt víst, að því mun ekkert breyta

að ævin, hún er safn af augnablikum

er æviveg í tímans straumi stikum. 

Morgunljóst það er og ekki snúið,

að þau eiga samleið, hamingjan og núið. 

Einlæg missum aldrei á það trúna, 

að við leitum hamingjunnar núna. 

 

Hver andrá kemur og hún fer

og einn og sér er dagur hver. 

Missum ekki´á hamingjuna trúna. 

Fjársjóð geymir fortíðin, 

sem felur í sér vísdóminn; 

með bæn í hvert sinn leitum hamingjunnar núna. 

 

 


mbl.is Boðar hertar aðgerðir vegna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er sorg, og ástæða að minnast þeirra komúnista sem stóðu að baki þessum ákvörðunum. Sem stóðu að baki því, að leggja Íslensk samfélög í rúst.

Örn Einar Hansen, 21.3.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband