24.3.2020 | 01:28
Því færri skimanir, því færri smitaðir og veikir?
Eins og margoft hefur komið fram í heimsfréttum tók Bandaríkjaforseti frekar létt á þeirri vá, sem COVED-19 veiran gæti orðið fyrir Bandaríkin. Skimanir vestra voru allt að hundrað sinnum fátíðari en í öðrum löndum.
Bein afleiðing þess var auðvitað sú, að opinber tala smitaðra var miklu lægri í BNA en í öðrum löndum. Þessi jafna er auðskilin, því að hún þýðir, að ef enginn sé skimaður sé hægt að draga af því þá ályktun að enginn vírus sé á ferli.
Hókus-pókus. Útlitið gott á kosningaári.
Á einhverjum tímapunkti virðist einhvað hafa gerst, sem olli algerum sinnaskiptum forsetans, hvað varðaði boð og bönn.
Svo virðist að hann ályktaði sem svo, að úr því að faraldurinn stóróx í öðrum löndum, lægi beinast við að banna allt flug með útlendinga til Bandaríkjanna.
Einfalt mál; Bandaríkjamenn gætu áfram farið yfir Atlantshafið en hinir varasömu og smituðu útlendingar ekki.
Þar með var gangur veikinnar vestra skýrð sem aðsteðjandi utanaðkomandi ógn en ekki sem ógn vegna smitunar innan Bandaríkjanna. Er þó býsna mikið flug stundað þar innanlands.
Nú virðist Trump hins vegar aftur vera að hverfa til fyrri afstöðu varðandi ótrú á boðum og bönnum, enda skima Bandaríkjamenn áfram hlutfallslega margfalt færri en aðrar þjóðir svo að opinber tala smitaðra heldur áfram að vera lægri vestra en til dæmis á Ítalíu og Spáni.
Opna verði landið mjög fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður nafni.
Þú ert farinn að minna mig á góðan dreng, reyndar mun eldri en ég er og þó er ég ekki ungur, sem sagði, "Trump minn góður".
Nema á öfugan hátt.
Eiginlega væri nær að líta sér nær, þegar faraldurinn er að springa út hér á Íslandi, þá fækkaði greindum.
Og Trump kom þar hvergi nærri.
Hins vegar er líklegri skýring, að fólkið sem leiðir okkur, og þú notar það í stað Trump minn góður, að það hafi tekið mark á sínum eigin orðum, að ef ekkert yrði gert, þá myndu um 300 manns smitast, alvarlega veikir um 10, og endanlegt, jæja spurning.
Það þarf ekki mörg próf, ef heildarfjöldi smita án aðgerða, sem sannarlega voru öflugar hér eftir að smit greindist, ef menn reikna með 300 smitum í versta falli.
Sjálfsagt í réttlætingu þinni á þessu því trúðir 300 tölunni eins og nýju neti, enda sjálf vísindin borin fyrir, það er sóttvarnaryfirvöld, þá munt þú segja að spár breytast, og það er rétt. Raunveruleikinn bítur alltaf í að lokum.
Nema, það voru ekki pantaðar prófanir eða pinnar eða hvað sem þetta heitir, miðað við hinar breyttu spár.
Þess vegna greinast færri í dag.
Og þú skellir skuldinni á Trump.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2020 kl. 11:20
Þetta er nú reyndar ekki rétt ályktað Ómar. Ef enginn er greindur, en svo deyja 10 manns úr sjúkdómnum, þá er dánarhlutfallið 100%.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 13:02
Og sýkingar hlutfallið er ákveðinn stuðull út frá því.
Það eina sem er ekki vitað, er tíminn frá sýkingu þar til veiran er mæld, og síðan höfum við aðeins mat hve langur tími líður frá greiningu til þess að annað hvort er náð bata, eða niðurstaðan er dauði.
Veiran er óháð orðum mannanna, hún lifir sínu sjálfstæðu lífi, og hún drepur hluta af sýktum þar til hún finnur sér ekki nýjan hýsil.
Henni er alveg sama um pólitík.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2020 kl. 13:31
Hvernig veistu að þeir dóu vegna Covids veirunnar ef hún var aldrei greind Þorsteinn?
Úlfar Bjarki (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 13:31
Ómar R, árangur í sóttvörnum er líka hægt að mæla í dauðsföllum.
Í Trumplandi greindist fyrsta smitið 15 febrúar sama dag og á Ítalíu og 13 dögum fyrr en á íslandi.
Eins og staðan er núna þá eru Trumpararnir sem ekkert kunna að þínum dómi komnir með 0,6 dauðsföll af völdum veirunnar á hverja 365.000 íbúa og Ítalir með 37 eða 60 sinnum fleiri. Á meðan við hér á íslandi erum með 2 eða ríflega 3 sinnum fleiri en Truparanir og samt með þriðjungi styttri útbreiðslutíma.
Kanntu skýringu á þessu ?
Guðmundur Jónsson, 24.3.2020 kl. 13:38
Í einhverjum fréttum kom fram að yfirvöld í New York hyggist koma á samkomubanni og loka börum í eigu Donalds Trump, sem eru drjúg tekjulind hjá honum. Kannski er þetta bara falsfrétt.
En mér hefur fundist "vinurinn" vera eitthvað órólegur undanfarið.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 15:42
Þegar menn deyja af svona er athugað hver dánarorsökin var Úlfar.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 16:24
Shit Þorsteinn.
Hættu þessu.
Ég gæti orðið veikur af öllu þessu sammála.
En kannski er það gæfa þjóðar að ólík sjónarmið geti tekist á, og jafnvel verið sammála.
Hugsun sem flaug í huga mér þegar ég las annan þráð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2020 kl. 16:56
USa er alveg að fara að poppa, ég myndi ætla að USA eigi eftir að koma einna verst út úr þessari veiru, það er allt Trump að kenna, hann gerði lítið úr þessu, kallaði þetta svindl...
Það verður alveg örugglega hræðilegt ástand þarna... sama hvað þið Trumpistar segið, þið eigið eftir að éta það allt ofan í ykkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 17:11
Og rökin fyrir því DoctorE ?
Guðmundur Jónsson, 24.3.2020 kl. 18:16
Blessaður Doktor E.
Það skyldi þó varla vera að þú hafir fjárfest gríðarlega í doktorsprófi þínu.
Það er sent fúlgu til Nígeríu, og fengið skrautritað skjal á slæmri ensku til baka??
Hvarflaði svona að mér þegar ég hnaut um orðið "Trumpistar".
En kannski var það bara slæm Nígeríuenska.
Hvað veit maður svo sem.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2020 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.