Bóluefni eða ekki bóluefni?

Skæðar sóttir fyrri tíma eins og mænuveiki voru kveðnar í kútinn með því að finna upp bóluefni. 

Meðan ekki finnst nothæft bóluefni við COVID-19 veirunni er hætt við því að minnkun kreppunnar af faraldri hennar muni dragast á langinn og verða jafnframt að viðvarandi dragbít í efnahagslífi jarðarbúa. 

Sjá má því haldið fram að COVID-19 sé bara enn eitt afbrigði af inflúensu, sem leggi hvort eð er tugþúsundir að velli árlega. 

En þetta er ekki svona einfalt, því að það er ekkert gefið, að þeir, sem nú látast vegna COVID-19 myndu hvort eð er látast úr flensu. 

Það er vegna þess að COVID-19 er alveg ný tegund veiru og því viðbót við aðra sjúkdóma, sem munu halda áfram að taka sinn toll. 

Þar með falla líka um sjálft sig þau rök, að ekkert þurfi að gera til að andæfa sjúkdómnum. 

Verði sú fyrirsjáanlega viðbótarbylgja við lífshættuleg veikindi að veruleika, sem óheft útbreiðsla COVID-19 faraldurins myndi valda, ræður heilbrigðiskerfið ekki við þá fordæmalausu fjölgun ótímabærra dauðsfalla sem af slíkri flóðbylgju veikinda myndi fylgja. 

Nú mæna augu allra á þá vísindamenn, sem kynnu að þróa bóluefni við veirunni, því að það myndi gerbreyta heildarmyndinni og gera ástandið skárra þegar til lengri tíma er litið. 

 


mbl.is Afbókanir allt að 6 mánuði fram í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur vel mælt nafni.

Hvernig þú undirbyggir rök þín og slærð fram niðurstöðu.

Mætti margur fræðingurinn læra af þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 15:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eiginlega svolítið skrítið að það skuli ekki vera til staðar eitthvert varalið og varaspítalar sem hægt er að grípa til þegar svona kemur upp. Flestöll ríki heims halda uppi herjum, jafnvel þótt fæst standi í stríðsrekstri að jafnaði og telja ekki eftir sér að setja umtalsvert fé í það.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2020 kl. 16:13

3 identicon

Sæll Ómar.

Nokkur brögð eru að því þessi
síðustu dægrin að menn vilji fara
eigin leiðir í "lækningu" á þessari
veiru og ástæða til að vara við
þeim uppskrúfuðu "sérfræðingum".

Björn Geir Leifsson, skurðlæknir
varar við eftirfarandi:

„EDIK (epla eða annað)
C víta­mín - Nei, það virkar heldur ekki á kvef
E víta­mín
D víta­mín -skortur á því veikir vissu­lega varnir líkamans en fæstir eru með svo mikinn skort að inn­taka gagnist í bráð
ILM­KJARNA­OLÍUR ("es­senti­al oils")
TEA TREE olía (eitruð)
GRASAM­EÐUL af öllu tagi
HVÍT­LAUKUR
LAUKUR í sokkinn að sofa með
BLAUTIR sokkar (sofa í)
NEF­SKOLUN ekki heldur með stöðnu þvagi (ekki grín)
SMÁ­SKAMMTAR (hómeópatíuremedíur, hverju nafni sem þær nefnast)
BLÓMA­DROPAR
LÝSI
TUR­MERIK/CURCUMIN
ENGI­FER - Hressandi v. kvef en hvorki verndandi né læknandi
OMEGA 3
HNYKKINGAR
AYUR­VEDA meðul (slík geta inni­haldið eitraða þung­málma, a.m.k. ekki kaupa á netinu!)
SILFUR­VATN (colloi­dal sil­ver) – getur valdið blá­gráum lita­breytingum á húð.
PRECOLD/COLSZYME munn­úði
ZINK
SÓL­HATTUR (Echinacea)
KVÖLD­VOR­RÓSAR­OLÍA
ANDOXUNAR­EFNI hvers konar, m.a. As­taxant­hin sem mikið er aug­lýst þessa dagana og gefið í skyn að hjálpi
FÆÐU­ÓTAR­EFNI af öllu tagi.
ÚT­FJOLU­BLÁTT LJÓS (sólar­lampar t.d.) getur valdið bruna og krabba­meini í húð

Greinin í heild sinni er hér:

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/bjorn-laeknir-ekki-trua-thessum-tofralausnum-fra-islendingum-a-facebook-deilid-gjarnan/

Húsari. (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 11:18

4 identicon

Sæll Ómar.

Hér er hin svokallaða Kóróna hárgreiðsla.

Það er að sjálfsögðu Jobbi sem sér um
fyrirsætustörf þríeykisins, - en sagnir
herma að annað þríeyki hyggist tileinka sér
þetta framtak!

Minni á Terry Miles laust eftir 5 í dag að íslenskum tíma.

https://www.google.com/search?client=firefox-b-d&q=terry+miles

eða skrifa Terry Miles í leitarstrenginn á YouTube.

Image result for The daltons Jack

Húsari. (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 13:32

5 identicon

Sæll Ómar.

Svala Sjana er fyrirmyndin að
Kóróna hárgreiðslu kvenna
og nýrri tísku á þessum síðustu tímum.

Calamity Jane – Rowdy Woman of the West – Legends of America

Svala Sjana var fyrsta Lukku Láka bókin þar sem kona var í aðalhlutverki.
Svala Sjana kom stuttlega við sögu í eldri Lukku Láka bók, Óaldarflokki Jússa Júmm.

Persóna Svölu Sjönu er byggð á einni af hinum þjóðsagnakenndu hetjum Villta Vestursins, en það var Martha Jane Canary (Calamity Jane).

(Mamma Dagga (Ma Barker) var önnur konan og enn ein Sara Beinharða (Sara Bernhard))

Húsari. (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband