Bílabíó? "I love it!" American graffiti næst?

Einhver var að fara þess á leit um daginn á facebook að menn legðu þar inn minnisverð ummæli úr kvikmyndum.  

Ég mundi strax eftir þriggja orða setningu úr einni mynd, en var ekki alveg viss um nafn hennar. 

En nú rifjast það upp; að minnsta kosti finnst mér að það hafi verið myndin "Nýtt líf" sem nú á að fara að sýna í bílabíói í Borgarnesi. 

Setningin, sem maður fékk á heilann eftir að hafa séð myndina hér um árið var þessi þrjú orð: "I love it!". 

Siguður Sigurjónsson gerði þessa örlitlu upphrópun ógleymanlega, svo að maður fékk hana hreinlega á heilann.  

Úr því að verið er að reyna bílabíó væri kannski ekki svo vitlaust að sýna myndina "Americkan graffiti" í framhaldinu, þar sem amerískt bílabíó var eftirminnilegur vettvangur atriða í henni, ef rétt er munað. 


mbl.is Sýna „Nýtt líf“ í bílabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dalalíf, á 39. mínútu.   https://www.youtube.com/watch?v=dxWF_gXTnbc

Siggi Sigurjóns var ekki í "Nýtt líf" og það var ekki bílabíó í "American Graffiti".

Vagn (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband