Búið að útrýma orðalaginu "að hætta", draga sig í hlé" eða "halda sig til hlés"?

Svo er að sjá að brýna nauðsyn hafi borið til þess að innleiða hér á landi hráa íslenska þýðingu á enska orðalaginu "to step aside" og útrýma þar með þremur mismunandi aðferðum, sem hingað til hafa dugað hér á landi til þess að orða nokkur mismunandi stig þess að hætta starfi, fara úr starfi eða að draga sig í hlé. 

Að minnsta kosti eru liðin mörg ár síðan þessi góða og gegna íslenska hefur verið notuð. 

Að ekki sé nú minnst á orðin skipverji, flugliði, skólasystir, skólabróðir, skólafélagi, bekkjarsytir, bekkjarbróðir og bekkjarfélagi, sem vikið hafa fyrir orðum sem þykja fínni, áhafnarmeðlimur og samnemandi. 

Þetta er aðeins eitt af ótal dæmum um það hvernig snobbið fyrir enskunni veður hér uppi. 

Nú saknar maður Eiðs Guðnasonar og pistla hans um íslensk málfar. 

Sú aðferð snobbaranna að saka íslenskt málvöndunarfólk um afdalamennsku, búrahátt og þröngsýni átti ekki við Eið, sem var upphaflega löggiltur túlkur í ensku og starfaði alla tíð í alþjóðlegu umhverfi sem fréttamaður, alþngismaður, ráðherra og sendiherra.  

 

 


mbl.is „Aldrei orðið vitni að þvílíkri framkomu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þau dæmi sem þú tekur
í fyrstu efnisgrein
eru dæmigerð veigrunarorð;
kölluð svo því menn veigra sér við
að segja hið sanna.

Á síðustu árum hefur mér sýnst
að kirkjan ætti flest veigrunarorðin
og það sem henni tengist.

Enn eru silfurpeningar í blómapottinum
ekki nógu margir til að ég taki dæmi um þetta(!)

Terry Miles verður með hljómleika á morgun
og mun þá eðli máls samkvæmt leika af fingrum fram
sálma, - og ef til vill einhver kannast við þá 
eins og er í Kringivarpi Færeyja í messum
þó bænakvak í ljóðum og söng af því tagi
hafi ekki heyrst í 20 ár í íslenskum kirkjum.

Ó þá náð var spilað á fyrri tíð þar sem tempó var
mun hraðara en nú er þetta eins og menn gangi beint
eigin grafar til, - lötuhægt og sligandi, -
enda heyrist sálmurinn ekki nema við jarðarfarir
og svo hefur illu heilli farið flest um annað
hjá Þjóðkirkjunni.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 00:25

2 identicon

Sæll Ómar.

Hafi það farið framhjá nokkrum manni
þá var sálmurinn Ó þá náð hvatning til dáða
en ekki það sem nú gerist á stofum sumum hverjum:
"við læknar metum það kalt hvort
taki því að gera eitthvað þegar sjúklingar
eru 70 ára gamlir eða eldri."

Þessi ágæti maður var minntur á læknaeiðinn!


Og virtist vakna af Þyrnirósarsvefni sínum!

Nú tekur að skrölta og hringla í blómapottinum og krukkunum líka!!

´Terry Miles í dag, sunnudag, kl 5 að íslenskum tíma;
sálmar fluttir, - til að hvetja fólk til dáða og samstöðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband