29.3.2020 | 10:37
Enginn er betri en keppinauturinn leyfir.
Fróðlegt verður að sjá, hver útkoman verður hjá íslensku ferðaþjóstunni á árinu 2020 í heild.
Þá má alveg hafa í huga til samanburðar, hver staðan var í árslok 2010 þegar gosið í Eyjafjallajökli var ný afstaðið og mikið harmakvein verið í gangi vegna þess, hve það hefði leikið okkur illa.
Á svonefndu samdráttarári í ferðaþjónustunni 2019 var fjöldi ferðamanna næstum tífalt meiri en 2009 og 2010.
Ástæðan var, þvert ofan í hrakspár, fyrrnefnt gos í Eyjafjallajökli, en við það komst Íslandi og einstæð náttúra þess í fyrsta sinn í sögunni hjá öllum jarðarbúum.
Gosið í Grímsvötnum árið eftir gerði ekkert nema að styrkja þetta orðspor.
Jafnvel þótt umfang ferðaþjónustu muni ekki ná fyrri stærð á heimsvísu eftir COVID-19 faraldurinn, er rétt að hafa í huga, að eftir uppgang síðustu ára erum við margfalt betur í stakk búnir en á árunum 2011-2020 varðandi reynslu og innviði á borð við öll nýju hótelin, til að byggja hana upp hér á landi en á árunum 2011-2020.
Miklu skiptir hvernig við förum út úr viðureigninni við faraldurinn.
Ef við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir í því efni, þótt ekki sé nema í sóttvörnum, mun það auka það traust, sem er nauðsynlegt til þess að þjóð geti átt öfluga ferðaþjónustu.
Gengi ferðaþjónustunnar á eftir að byggjast á því, hvernig það, sem við höfum fram að bjóða, stenst samanburð við það sem aðrar þjóðir bjóga upp á.
Um það gilda orðin, sem oft eru notuð um íþróttir og viðskipti, að enginn er betri en keppinautarnir leyfa.
Ferðaþjónustan muni vaxa og dafna að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki kominn tími til, að Íslendingar læri af reynslunni eða er þetta orðatiltæki of hugmyndaríkt fyrir Íslenskt hugarfar.
Eftir þennan faraldur, gildir að reyna að vera sjálfum sér nógir á sem flestan hátt.
Sjálfstæði þjóða og þjóðarbrota, er mikilvægt fyrir afkomu og líf sömu þjóða og þjóðarbrota.
Og þú heldur, að ferðaþjónustan geri Ísland sjálfstæðari? Er ekki kominn tími til, að þessir fégráðugu maurar, læri að reyna að byggja upp framtíð barna og barnabarna sinna, í stað þess að setja öll eggin sín í "snabba-pengar" körvuna.
Örn Einar Hansen, 29.3.2020 kl. 11:23
Hægan, hægan. Nú þarf ekki lengur að eyða peningunum í að byggja hótel.
Ómar Ragnarsson, 29.3.2020 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.