31.3.2020 | 09:27
Nýr veruleiki 21. aldarinnar að byrja að ganga í garð.
Í lok þessa árs verður fimmtungur 21. aldarinnar liðinn. Við árþúsundamót fyrir 20 árum sáu margir fyrir sér öld, sem hefði ekki síður miklar breytingar í för með ser en 20. öldin.
Fyrsta skæða drepsótt þessarar aldar, ef undan er skilinn ferill eyðninnar í Afríku, boðar breytingar, sem þó gætu orðið smámunir miðað við önnur viðfangsefni gerbreyttra aðstæðna og viðhorfa þegar jarðarbúar fara í vaxandi mæli að standa frammi fyrir óleystum og tröllauknum vandamála af völdum rányrkju á helstu auðlindum jarðar.
Helgin hjá okkur algjört met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Hans Rosling, læknir við Karólínska,
lét þá spá útganga að jarðarbúar
yrðu um 10 milljarðar 2050.
Í kveðskap um 1700 er þetta ekki tekið fyrir
sem vandamál því ævinlega fari svo að jörðin
sjálf stilli sig af með þeim meðulum sem til þarf.
Drepsóttir eru þar tilteknar án ásakana af nokkru tagi
heldur sem eitthvað sem enginn ætti að láta sér koma á óvart.
Það er athyglisvert að sjá hversu þetta er orðað blátt áfram
rétt eins og teboð kl. 2 og þeir sem vilja, höndli herran klukkan sjö(!)
Húsari. (IP-tala skráð) 31.3.2020 kl. 12:37
Það er kannski framförum læknavísindanna að kenna eða þakka að færri deyja en áður. Mannfjöldinn hélt sér mikið til í jafnvægi fram á 20. öld.
Ég les það útur þessari sápukassaræðu þinni að þér þyki það miður hvað fáir þurfa að deyja og lífsgæðin mikil, þótt þú njótir þess sjálfur.
Ef ekki, þá ertu bara að delera sem oft áður.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2020 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.