Mörg dæmi um það að oft gengur seinlega að aflétta varnaraðgerðum en að koma þeim á.
Það fer að vísu eftir eðli máls, en mest eftir því hve oft er erfitt að sjá fyrir afleiðingar varnaraðgerða og hættuástandsins sjálfs.
Bandarískur seðlabankastjóri lýsti því hvernig það tók allt of langan tíma að vinna úr afleiðingum bankahrunsins 2008.
Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar kom fljótt í ljós, að enda þótt það tæki aðeins nokkrar vikur að kalla hermenn heim og hætta hámarksframleiðslu vopna voru fjölmörg önnur atriði í búskap þjóðanna, sem voru í lamasessi í allt að áratug, svo að beita þurfti víðtækum skömmtunaraðgerðum og glíma við alvarlegt atvinnuleysi, meira að segja á Íslandi, þar sem þjóðin hafði grætt stórlega fjárhagslega á stríðinu.
Marshallaðstoð Bandaríkjamanna var um margt tímamótaaðgerð, sem kom í veg fyrir að ástandið yrði enn verra og miðað við orð hins bandaríska seðlabankastjóra í 60 mínútum væri kannski hægt að læra talsvert af hugyndafræðinni á bak við Marshallaðstoðina.
Samkomubannið gildi út apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.