3.4.2020 | 23:19
Ljós í myrkrinu.
"Þótt ég fari um dimman dal..." eru orð úr Davíðssálmum um vonina og trúna.
Í kvöld birtist fólki, sem býr við Faxaflóa fyrsta ægifagra sólarlag ársins eins og vonarkyndill í dimmum dal farsóttarinnar af kórónaættinni sem velgir þjóðum heims undir uggum.
Þessi sýn blasti við þúsundum fólks, meðal annars hér ofan af Borgarholtinu i Grafarvogshverfi.
„Þau mega enn þá fara út!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.