Allra bragða neytt. "Að nýta sér stöðu sína..."

Rio Tinto hefur margra áratuga reynslu af því að koma ár sinni fyrir borð í viðskiptum við alla þá, sem það þarf að skipta við.  

Saga fyrirtækisins er ekki glæsileg í þessu efni, en enda þótt áratugir séu liðnir frá eiturefnaslysinu í Bophal á Indlandi og því ekki sanngjarnt að velta núverandi eigendum upp úr því, virðast hótanir vera drjúgur hluti af vopnabúrinu gagnvart starfsfólkinu, orkuseljandanum og sveitarfélaginu. 

Fyrirtækið krafðist þess að fá að stækka álverið og koma því í flokk risaálvera árið 2007, en hótaði því jafnframt, að leggja það niður, er ekki yrði orðið við þessari kröfu. 

Mjóu munaði í íbúakosningu að hótunin dygði, og skorti aðeins örfá atkvæði til þess. 

En hótunin gufaði upp. 

Nú er sams konar hótun í gangi, en auk þess sett upp flétta, þar sem bæði verkalýðsfélaginu og Landsvirkjun er settur stólinn fyrir dyrnar. 

Þetta er þríþætt: 

1. Í kjarasamningnum við starfsfólk er lymskulegt ákvæði þess efnis, að hann sé háður því að Landsvirkjun semji um lækkað raforkuverð. 

2. Að Landsvirkjun gangi að kröfum um lækkað orkuverð, annars verði álverinu lokað, en auk þess er önnur hótun, að farið verði í málaferli, þar sem Landsvirkjun verður sökuð um blekkingar varðandi grænan uppruna orkunnar. 

3. Sama hótun gagnvart bæjarfélaginu og 2007 að loka álverinu og nýta sér það, að ferðaþjónustan hefur orðið fyrir þungu höggi í kórónuveirufaraldrinum og staða álversins því að sama skapi sterkari en áður.  


mbl.is Rio Tinto nýti sér stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er gott að Hörður Arnarson stendur í lappirnar. Ekki veitir af í samskiptum við svona fyrirtæki.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2020 kl. 19:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mig minir nú að einhver komminn hafi sagt að besti virkjunarkostur á Íslandi væri lokun álversins í Straumsvík.

Hvar er þessi  Hörður í pólitík?

Halldór Jónsson, 7.4.2020 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þarf ekki að segja mér að Íslendigar sem stjórna fyrirtækjum eins og Landsvirkjun gefi spönn eftir. Ég skal ekkert fullyrða en mér sýnist forstjóri Landsvirkjunar vera hallur undir núverandi stjórn,en hvað þessi pólitík heitir er samsuða VG,B,D.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2020 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband