8.4.2020 | 08:22
Þegar eitt smáorð; "...eitt..." breytir merkingu stórfréttar.
Ein helsta frétt íslenskra fjðlmiðla í gær voru þau ummæli, sem höfð voru eftir fjármálaráðherra, að efnahagsáfallið núna væri það stærsta í heila öld.
Fyrst kom þetta í "helsti", síðan í inngangi að fréttinni en í lok fréttar kom síðan í ljós, að í endursögn hafði eitt fjögurra stafa smáorð verið fellt úr ummælunum, því þá heyrðist loksins skýrt og skorinort, að fjármálaráðherrannn sagði: "..jafnvel eitt af stærstu efnahagsáföllum í heila öld."
Að sleppa orðinu eitt breytir afar miklu, að ekki sé nú talað um bæði orðin, "jafnvel eitt".
Fjármálaráðherra gat fyllilega staðið við að segja "jafnvel eitt af stærstu efnahagsáföllum í heila öld" en alls ekki fullyrt að áfallið nú yrði það stærsta í heila öld.
Ástæðan er sú, að áfallið má ekki bara mæla í upphæð þess fjár, sem fer forgörðum, heldur ekki síður að meta hve stór hluti hins tapaða fé væri af heildarveltu fjár eða af þjóðarframleiðslunni og þjóðartekjunum í heild.
Þjóðarframleiðslan í kreppunni 1966-69 var um það bil þrefalt minni en nú, og 1930-1940 var hún enn ninna hlutfall. 1930 var meirihluti sveitabæja á stórum hluta landsins torfbæir, engir bitastæðir vegir, sími og rafmagn utan þéttbýlis, salerni voru fáséð, engir flugvellir, ekki komið vegasamband milli Akureyrar og Reykjavíkur um Hvalfjörð, Vestfirðir vegalausir o.s.frv.
Efnahagsáfallið 1930 var álíka og að einstaklingur með 100 þúsund króna tekjur á mánuði á okkar tímum yrði fyrir tekjumissi niður í 70 þúsund.
Og fyrst á annað borð er verið að tala um efnahagsáföll og kreppur, var kreppan 1916-1919 sú langversta á 20. öldinni og náði metdýpt 1917.
Lítil bílaumferð komin í jafnvægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ég kaupi lottómiða og fæ engan vinning, hverju tapaði ég?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2020 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.