"Gegn háska um páska!".

Páskarnir núna verða öðruvísi en allir aðir í minni núlifandi Íslendnga. En sagan geymir margar ógnir, sem þjóðin þurfti að að glíma við fyrr á öldum. Í tilefni þess hefur neðangreint hvatningar- og uppörvunarljóð orðið til ásamt sönglagi, sem verið er að færa í flutningshæfan búning.  

 

GEGN HÁSKA´UM PÁSKA. (Með sínu lagi). 

 

:,; Andæfum háska um páska! ;,:

 

Þegar að hættu´að höndum ber

í hatrammri sótt og elli

æðrulaus samt við ætlum hér

ógnina´að leggja´að velli. 

 

Páskahretin hafa fyrr

herjað og barið þungt á dyr; 

um aldir þó stóðu menn óbeygðir

andspænis miklum felli, 

en unnu svo bug á hrelli. 

 

:,: Andæfum háska´um páska! :,: 

 

Í takti við göngum, öll sem eitt

við illskeyttan vanda´að stríða. 

Við þurfum ekki´að óttast neitt, 

nema óttann sjálfan og kvíða. 

 

Hátíð, sem helgast von og trú

halda við skulum, ég og þú

í samhug og sigurvissu nú, 

samtaka Víði´að hlýða; 

horfa til betri tíða. 

 

Hátíð, sem helgast von og trú, 

halda skulum við, ég og þú; 

í samhug og sigurvissu nú

sigla til betri tíða; 

skynsemi´og hugdirfð hlýða

í upprisu gleði´og gáska, 

sem gefst eftir háska um páska. 


mbl.is Fyrsta skrefið ekki tekið fyrir 4. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Almenn snilld þín finnst mér sjaldan í takt við pólitískar skoðanir þínar því miður

Halldór Jónsson, 10.4.2020 kl. 18:21

2 identicon

Þar erum við sammála Halldór.

Björn. (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband