Kapphlaupið um Noreg hófst formlega 8. apríl1940. Alþingi tók sér konungsvald.

"Operation Wilfred" hét aðgerð Breta, sem framkvæmd var 8. apríl 1940, og fólst í því að leggja tundurduflagirðingu fyrir utan Narvik í norskri landhelgi til þess að trufla eða stððva siglingar á járni frá Kiruna í Svíþjóð til Þýskalands. 

Norska stjórnin mótmælti þessum aðgerðum Breta, sem vissu, að kaup Þjóðverja á sænsku járni allt árið voru forsenda fyrir stríðsrekstri þeirra.

Járnið var að vísu líka flutt frá sænskum hðfnum við Kirjálabotn, en hann var jafnan frosinn vegna ísalaga á veturna auk þess sem Narvikhöfn var afar góð útflutningshöfn með aðgang að auðum sjó allt árið.

Bretar hðfðu meira að gert áætlun um að senda herlið til Narvikur og yfir til Finnlands í finnska vetrarstríðinu við Sovétmenn fyrr um veturinn til hjálpar Finnum, en hið raunvera áform fólst í því að ná valdi yfir járnnámunum og framleiðslu járnsins.

Gert var ráð fyrir að þrátt fyrir formleg mótmæli Svía og Norðmanna, myndu þeir ekki veita mótspyrnu gegn ofureflinu. 

Þessi von þeirra var ekki út í hött, því að seinna í stríðinu, eftir innrás Hitlers í Sovétríkin, samþykktu Svíar beiðni Þjóðverja um að fá að flytja herlið með járnbraut frá Narvik í gegnum Svþjóð. 

En áður en neitt yrði af aðgerðum Breta 1939-40, gáfust Finnar upp fyrir Rússum og áætlunin fór út um þúfur.

Upphaflega hafði Hitler gefið því lítinn gaum að beita her í Skandinavíu, en snerist hugur á útmánuðum 1940 þegar hann áttaði sig á því hvert gildi járnið frá Kiruna hefði. 

"Operation Weserubung-Nord og Weserubung Sud" snertu Ísleninga þráðbeint, því að Sud hlutinn fólst í því að hernema Danmörku í leiðinni, og Íslendingar voru tilbúnir með áætlun um, að ef slíkt gerðist, myndi Alþingi taka sér konungsvaldið. 

Það var gert enn frekar 15. maí 1941 með skipun íslensks ríkisstjóra 17. júní 1941.

Lykillinn að töku Noregs 9. apríl 1940 var beiting 1000 flugvéla til að ná algerum yfirráðum í lofti yfir landinu og flugvöllum þess. 

Til að ná yfirráðum yfir Íslandi hefðu sams konar yfirráð frá byrjun ráðið úrslitum, en á Íslandi voru þá engir flugvellir og ekki varð úr því að þýsk áætlun um auðvelda töku landsins haustið 1940 yrði framkvæmd. 

Í réttarhðldum Bandamanna í Nurnberg var fjallað um töku Noregs og ályktað á þann veg, að hún hefði verið brot á alþjóðalögum og glæpsamleg.

300 þúsund manna herlið var í Noregi til stríðsloka, en það var happ fyrir Norðmenn í þeim hremmingum öllum, að Þjóðverjum mistókst að ná konungi og ríkisstjórn á sitt vald, sem tókst að flýja til Bretlands.

Mismunurinn á hernámi Noregs og Danmerkur fólst í því að vegna þess að ríkisstjórn og Konungur komust undan, náðust aldrei vopnahlés- eða friðarsamnnigar milli Noregs og Þýskalands, en Danir gáfust formlega upp, enda höfðu Þjóðverjar konung, ríkisstjórn og þing á valdi sínu.  

 


mbl.is Aðgerðin Weserübung-Nord
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Aðfaranótt 10. apríl 1940 var einstök í sögu Íslendinga. Þá var alþingi kallað saman og eftir heitar umræður var samþykkt að Alþingi tæki sér allt vald konungs í sínar hendur.

Þetta var í fyrsta skipti frá samþykkt Gamla sáttmála sem Íslendingar voru með óskorað vald yfir öllum sínum málum.

Hörður Þormar, 9.4.2020 kl. 17:35

2 identicon

Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að leiðrétta landafræðiþekkingu Ómars .

Það eru engar sænskar hafnir við Kirjálabotn sem er austasti angi Eystrasalts og kallast líka Finnski flói , þar eru m.a Helsinki og St.Pétursborg. Það liggur hins vegar járnbraut " Malmbanan " frá Kiruna til annars vegar Narvik í Noregi og hins vegar mun lengri leið til sjávar í Luleå í Svíþjóð . Luleå er við Norðurbotn " Norrbotten " sem er nyrsti angi Eystrasalts . Í Luleå er helsta útflutninshöfn fyrir málminn frá Kiruna ásamt höfninni í Narvik . Norðurbotn er hins vegar ísilagður nokkra mánuði ári ólíkt Narvik sem er opin fyrir siglingum allt árið . Ég þekki nokkuð til þessa nyrsta hluta Svíþjóðar þar sem ég hef á s.l. áratug skroppið þangað alloft í afleysingavinnu sem heilsugæslulæknir m.a. til Kiruna og Luleå. Það er mjög áhugavert að kynnast þessu svæði.

Takk annars fyrir góða pistla Ómar. Einn af fáum sem er fengur af að lesa reglulega . Aðrir sem vert er að lesa eru Styrmir Gunnarsson , Halldór Jónsson og Ögmundur Jónasson. 

Jon Benediktsson (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband