13.4.2020 | 10:09
Stríðið endalausa við sýkla og veirur.
Afar upplýsadi samtal við sessunaut í Fokker-vél frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir tæpum 30 árum snerist um forspá þessa ferðafélaga, sýkla- og veirufræðings, um hið eilífa stríð og kapphlaup, sem þá var komið af stað milli lyfjafræðinga og lækna annars vegar og sýkla og veira hins vegar, sem voru þá byrjuð að þróa með sér fjölónæmi gegn sýklalyfjum.
Hann spáði því að eftir því sem sýklarnir efldust, stefndi æ lengra í þá átt, að sterkustu sýklalyfin gætu drepið eða laskað þann, sem ætti að bjarga engu sýður en sýkilinn sjálfan.
Þetta urðu síðan áhrinsorð á síðuhafa sjálfan, sem þurfti að gefa svo sterkt sýklalyf við alvarlegri sýkingu 2008, að úr varð svonefndum lifrarbrestur, sem lamaði getu lifrarinnar svo mjög í þrjá mánuði, að úr varð "stíflugula" með ofsakláða og tilheyrandi svefnleysi.
Nokkur fjöldi Íslendinga hefur lent í þessu. En þarna er un að ræða eitt af fjölmörgum dæmum um, að í þróun varnarlyfja gegn veirum og sýkingum, getur eina ráðið oft verið það að fara út á ystu nöf varðandi þrek sjúklinga og aukaverkanir.
Lofar góðu en ekki endilega hið eina sanna lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og svo leyfum við krömurunm að flytja inn fjölónæmar bakteríur. Mér finnst að það verði að merkja þessi eiturpestapródúkt svo maður kaupi þetta helvíti ekki í ógáti.
Halldór Jónsson, 13.4.2020 kl. 13:16
Enn ein helvítis plágan sem við höfum út úr þessui andskotans evrópusnobberíi með Schengen og öllu því batteríi.
Halldór Jónsson, 13.4.2020 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.