Róttækar ráðstafanir, endurhönnun þjóðlífs að bestu manna ráðum.

Mannauðurinn og máttur vísinda af öllu tagi til róttækra og hugvitssamlegra viðbragða á öllum sviðum þjóðfélagsins gegn kórónaveikinni eru ekki aðeins lykillinn að því að að ráða niðurlögum farsóttarinnar, heldur ekki síður að byggja upp breytta skipan til framtíðar. 

Og nú þarf hraðar hendur og markvissar lausnir í smáu og stóru. 

Eftir árásina á Tvíburaturnana 2001 virtist einn möguleikinn til þess að byggja upp öryggi í farþegaflugi jafnvel liggja í því að aðgreina farþega annars vegar, og vörur og farangur hins vegar. 

Sumar flugvélar flygju aðeins með fólk, en aðrar aðeins með farangur. 

Með stórauknu og endurbættu eftirliti tókst að komast hjá svona róttækum aðgerðum, en þegar um alveg nýjar áskoranir er að ræða, verður að hugsa út fyrir kassann og íhuga allar mögulegar lausnir.  


mbl.is Núverandi stefna stjórnvalda mun drepa hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það eru engar ráðstafanir sem duga ... þessi vírus hefur sömu eiginleika og HIV. Það eru sannanir fyrir því að þessi vírus var framleiddur í rannsóknarstofunni í Wuhan. Þó að þú lifir af, er varnarkerfi líkama þíns ... eyðilaggt.

Örn Einar Hansen, 13.4.2020 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband