14.4.2020 | 08:41
Einræðið hlýtur að vera yndisleg huggun fyrir marga.
Fyrir aðdáendur Donalds Trumps hér á landi og í öðrum löndum hlýtur það að vera mikil huggun að þessi valdamesti maður heims og mesti yfirburðamaður meðal Bandaríkjaforseta, allt frá dögum Lincolns að eigin sögn, lýsir því yfir og hegðar sér væntanlega í samræmi við þá yfirlýsingu, að samkvæmt fjölda ótilgreindra greina í stjórnarskránni séu völd hans "algjör."
Ekki hafði hann þó fyrir því, þegar þessi tímamótayfirlýsing var gefin, að vitna í þessar greinar í stjórnarskránni, sem hann hafði unnið eið að að virða þegar hann var settur í embætti.
En lét fylgja með, að hann myndi þó náðarsamlegast gefa öðrum hlutdeild í þessu einræðisvaldi að eigin vali, ef honum þóknaðist það.
Aldrei lýstu mikilhæfustu forsetar Bandaríkjanna yfir því að að þeir væru einræðisherrar, svo sem F.T. Roosevelt, sem þvert á móti þreyttist ekki á því til orðs og æðis að fá landa sína til þess að berjast gegn þeirri alræðis- og einræðishugsun, sem þá var rómuð af mörgum af fylgjendum helstu einvalda þeirra tíma í Evrópu.
Huggun fylgjenda Trumps hlýtur að vera enn meiri en ella við að heyra þessa yfirlýsingu hans, vegna þess, að helsti kostur hans er talinn vera sá að hann framkvæmi það sem hann segir; nokkuð sem amlóðarnir á undan honum gerðu víst alltof sjáldan.
Að eigin sögn munaði aðeins 10 mínútum, að hann fyrirskipaði allsherjar árás á Íran til að sprengja það land í tætlur.
Trump segir völd sín algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump er bara einfeldingur sem aldrei hefði átt að komast til valda í ríki sem er eins valdamikið og Bandaríkin eru að þvílíkur bjáni hafi komist til valda er óskiljanlegt.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 14.4.2020 kl. 09:30
Sæll Ómar.
Fyrir stuttu skrifaði Páll Vilhjálmsson
þessi orð á bloggsetri sínu:
Blaða- og fréttamenn þurfa ekkert próf og búa til fréttir eins og þeim sýnist.
Á fjölmiðlum er ekkert gæðaeftirlit. Blaðamenn vaða á skítugum skónum um almannarýmið og drita út ófögnuði og undir hælinn lagt hvort annað er en ímyndun
og skáldskapur eða færsla á félagsmiðli út í bæ.
Trump margendurtók í gærkvöld að hann óskaði sér einskis frekar
en að rikisstjórar og þeir aðrir er málið varðaði virtu þær línur
sem lagðar yrðu um skipan og opnun samfélagsins við þær aðstæður
sem nú ríkja í Bandaríkjunum.
Veit ekki hvað þú lest eða hlustar á til að skrifa annan eins
þvætting.
Engu er líkara en það skipti engu máli og tilgangurinn einn að
affæra og fara rangt með.
Tæpast getur það átt við um virtan fréttamann til margra ára, er það?
Nei, vitanlega ekki og því ástæða til að fá sér gott kaffi og bleksterkt
og finna gott ljóð til aflestrar á svo unaðsfullum degi.
Húsari. (IP-tala skráð) 14.4.2020 kl. 10:22
Eins og Sumption lávarður, fyrrum forseti hæstaréttar Breta, benti á í ágætu viðtali um daginn, þá glata samfélög frelsi sínu, ekki vegna þess að einræðisherrar hrifsi til sín völd, heldur vegna þess að fólk kallar eftir vernd þeirra gagnvart aðsteðjandi ógn og felur þeim völdin í hendur.
Við sjáum þessa tilhneigingu hérlendis núna, þegar meginhluta almennings virðist þykja það sjálfsagt að framtíð samfélagsins sé ákveðin af tveimur læknum og einum lögreglumanni, og æðsta dyggðin er að hlýða þessu fólki, sætta sig möglunarlaust við allar þess ákvarðanir, og forðast eins og heitan eldinn að hugsa út í hverjar afleiðingar þeirra verða til lengri tíma. Og læknarnir og lögreglumaðurinn færa sig sífellt upp á skaftið.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2020 kl. 11:07
Ómar, það þarf ekki aðdéndur Trumps til að sjá að þú ert ekki marktækur vegna sjúklegs haturs á Trump.
Bandaríkin fengu mikla gagnrýni fyrir lélega viðspyrnu gegn veirunni. En á sama tíma var nánast engin gagnrýni á "lélega" viðspyrnu Svía eða "mannleg" viðbrögð ýmissa leiðtoga, eftir á að hyggja. Það er svo gott að vera vitur eftuirá. Þeir vissu bara ekki sitt rjúkandi ráð í fyrstu. Það er öllum til afsökunar, jafnvel Kína, engin hefur jú lent í öðru eins - en vegna útbreidd haturs á Trump eru gerðar ómennskar kröfur til hans.
Málið snýst ekki bara um vísindi, lög og reglugerðir. Á hörmungartímum þarf að taka djarfar ákvarðanir.
Afslöppuð stjórnvöld í Svíþjóð fengu semsagt enga gagnrýni vegna þess að það er engin töfralausn til. Það deyja mun fleiri í Svíþjóð hlutfallslega en í Bandaríkjunum. En við spyrjum að leikslokum.
Donald Trump var varaður við af ráðgjöfum sínum um alvarleika veirunnar strax í janúar.
Strax í janúar? En yfirvöld í Svíþjóð höfðu engar áhyggjur í lok janúar.
"Right now, I think the most important thing for Swedes to know about the disease is that it doesnt exist here and theres no reason for the Swedish population to be worried about it," Anders Tegnell, state epidemiologist and co-director of the Public Health Agency of Sweden, tells Radio Sweden.
Í lok janúar í Svíþjóð.
Asked if there are any precautions one should take at all here in Sweden, such as wearing the face masks available in Swedish pharmacies, Tegnell said: "No, because the disease is not here
Í lok febrúar hafði Anders Tagnelli mestar áhyggjur af stöðunni í Íran.
"Most worrying is the development in Iran"
Stokkhólmur er New York Svía. Yfirvöld í Svíþjóð sannfærðu heilsuhraust fólk um að ekkert væri að óttast, að boð og bönn væru ekki rétta leiðinn gegn veirunni. Aldraðir ættu að halda sig heima en hinum væri treystandi til að forðast farsóttina eins og pestina! Svíar eru vanir að treysta yfirvöldum.
Vonandi er veiran í rénun um allan heim. Bandaríkjamönnum tókst að hemja hana (í bli) - í sameiningu. Vonandi. Fólk tók alvarlega fréttir frá Ítalíu, það treystir ekki yfirvöldum í blindni, og alls ekki Trump sem þarf bæði að berjast við veiruna og fólk sem svífst einskis til að koma honum frá. Andstæðingar Katrínar gefa henni og ríkisstjórninni þó frið.
Alvarlega veikir eru fleiri í Svíþjóð hlutfallslega en í USA. En það fer engin í fangelsi fyrir að hafa ekki "bjargað lífi" fólks. Allir gerðu það sem þeir töldu best - líka Trump.
SWEDENS Prime Minister is looking at introducing stricter coronavirus lockdown measures after facing backlash over the country not being tougher on social distancing.
........Látnir............alvarlega veikir......látnir per milljón..........................
................................
Sweden.....919...................859......................91
USA.....23,644................12,772......................71
Benedikt Halldórsson, 14.4.2020 kl. 12:41
Ef Trump mundi nú boða opnun landamæra við Mexikó og skaffa billjónir til rannsóknar loftslagsvá af mannana völdum,yrði hann þá góði kallinn hja ómari R. Visir og RUV?
Björn. (IP-tala skráð) 14.4.2020 kl. 12:45
Trump heldur daglega fundi með allt að klukkustundar löngum ræðum sínum og hamast á Twitter daginn út og daginn inn. Með þessu heldur hann sér sem allra fremst í umfjöllun fjölmiðla heims og til þess hlýtur leikurinn að vera gerður.
Með því að renna yfir pistlana hér á síðunni síðustu sex daga, sést, að aðeins einu sinni hefur í þrettán pistlum verið minnst á Trump.
Þegar maður vogar sér síðan að minnast á hann í dag, þegar hann er réttilega með fyrstu frétt með yfirlýsingu sinni um einræðisvald, er maður sakaður um "sjúklegt hatur" og lygar.
Það er augljóst, að aðeins á einn hátt er hægt að komast hjá svo alvarlegum ásökunum, og það gæti falist í því að taka upp algera sjálfsritskoðun í þessu efni og að annað fjölmiðlafólk, sem liggur undir svipuðu, geri það líka.
Það yrði þá hluti af algeru einræði forsetans á Twitter og fundum í beinni útsendingu, þar sem hann talaði einn.
Ómar Ragnarsson, 14.4.2020 kl. 13:18
Af hverju "síðustu sex daga"? Það er af svo mörgu rugli að taka þegar Trump er annars vegar. Hér er eitt.
Trump vill nýtt óreynt lyf frekar en öndunarvélar.....Þetta er þvert á skoðun helsta veirusérfræðings bandarísku heilbrigðisþjónustunnar á sviði sóttvarna....Lyfið...stenst ekki þær reglubundnu kröfur um reynslutíma í notkun nýrra lyfja...
Semsagt. Trump vill ekki bíða eftir skriffinnum í tvö ár, en vill að læknar fái að nota lyfið til að þess að freista þess að bjarga lífi fólks. Ómar vill að farið sé að öllum smásmugulegum "reglum" búrókrata í hvívetna. Nei, alveg örugglega ekki, en má til með að koma höggi á Trump.
Trump er umhyggjusamur ef eitthvað er.
Benedikt Halldórsson, 14.4.2020 kl. 13:47
Það voru að berast "fréttir" um mjög alvarlegt ástand í Svíþjóð.
........Látnir............alvarlega veikir......látnir per milljón..........................
................................
Sweden...1,033..................915......................102
USA.....23,749................12,772......................72
Benedikt Halldórsson, 14.4.2020 kl. 15:43
Það voru að berast "fréttir". Uppfært kl 15:51
........Látnir............alvarlega veikir......látnir per milljón..........................
................................
Sweden...1,033..................915......................102
USA.....24,527................12,772......................74
Benedikt Halldórsson, 14.4.2020 kl. 15:53
Svo skal böl bæta, að benda á annað verra. Það á við það, þegar menn fara að finna eitthvað verra tilfelli en það, sem verið er að ræða um í dag um allan heim í dag, enda eru BNA 33 svar sinnum fjölmennara ríki en Svíþjóð.
Svíarnir lentu í svipuðu og Kanarnir vegna vanmats á faraldrinum fyrstu vikurnar og hafa upp á síðkastið sopið af því seyðið.
"Af hverju að skoða síðustu sex daga" er spurt. Það var nú einföld skýring á því, það er fljótlegast að rekja sig beint aftur á bak frá deginum í dag, og ég hef margt annað þarfara við tímann að gera í önn dagsins en að fara í einhverja stórfellda skoðun á þessu langt aftur í tímann.
Ómar Ragnarsson, 14.4.2020 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.