Trump vill nýtt óreynt lyf frekar en öndunarvélar.

Ein af helstu fréttunum á erlendum fréttaveitum í morgun eru þau ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, að nær væri að taka strax í notkun lyf, sem hefur reynst hafa áhrif á mýs með cov-2 kórónaveiruna heldur en að vera að pæla í öndunavélum. 

Þetta er þvert á skoðun helsta veirusérfræðings bandarísku heilbrigðisþjónustnnar á sviði sóttvarna og myndi samsvara því að Katrín Jakobsdóttir væri ósátt við aðferðir, sem Þórólfur Guðnason vill nota í baráttunni við COVID-19. 

Lyfið sem Trump vill taka fram yfir öndunarvélar, stenst ekki þær reglubundnu kröfur um reynslutíma í notkun nýrra lyfja, sem farið er eftir á heimsvísu. En Trump, sem lýsti því yfir í sjónvarpsfréttum í gær að hann væri mikill leiðtogi, er á annarri skoðun, og bendir á þá staðreynd, að margir hafa látist í öndunarvélum. 

Almennt hafa kröfur um leyfi til notkunar nýrra lyfja í gegnum tíðina verið byggðar á misjafnri reynslu af þeim í notkun þegar komið hafa fram lyf, sem reyndust hafa hættulegar aukaverkanir þegar á hólminn var komið. 

Hingað til hafa þeir sérfræðingar, sem fjölmiðlar hafa leitað til um upplýsingar um komandi bóluefni, talað um það, að með bjartsýni megi tala um minnst átta mánuði frá því að lyf kemur fram þar til óhætt sé talið að nota það. 

En Trump hefur alla tíð farið ótroðnar slóðir varðandi sérfræðinga, og lýsti því til dæmis fljótlega yfir eftir embættistöku sína sem bót á rannsóknum á loftslagi á jörðinni að reka alla sérfræðinga og vísindamenn á því sviði og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn, sem kæmust að réttari niðurstöðum í mælingum og rannsóknum. 

Fylgjendur hans hér heima á Fróni hafa bent á að það hafi verið sérfræðingar sem hönnuðu Titanic, Comet, Challenger, Boeing 737 Max og önnur þau tæki, sem hafa komið við sögu í stórslysum sögunnar. 

Þá er bara að taka næsta skref og segja: Ef sérfræðingar hefðu ekki hannað þessi tæki, hefðu þau aldrei orðið til og þar af leiðandi ekki farist, og ef engar öndunarvélar eru notaður, verða engin dauðsföll í þeim. 


mbl.is Grátbiðja um aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Á fordómalausum tímum reynir
Trump þó að leggja það fram sem
gæti dugað sem er meira en aðrir hafa gert
enda öllum að meinalausu að losna við
gamla hyskið, - nema í landi tækifæranna!

Þú ættir að bjóða forystulausum demókrötum
aðstoð þína!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.4.2020 kl. 10:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Afbragðs hugmynd með að Ómar fari í demokrataflokkinn, þvílík stjórnmálaleg mannvitsbrekka sem hann er og sérfræðingur i Trumpophobíu.

Ég held að það sé miklu skynsamlegra að fara strax í að  bjóða þeim lyfið sem vilja taka sjansinn heldur en að bíða eftir einhverjum þaulprófunum. Það er svo rosalega mikið í h+úfiað reyna allt sem hægt er til að stöðva drepsóttina og þörfina á öndunarvélum.

Halldór Jónsson, 5.4.2020 kl. 11:40

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það vill nú þannig til að lyfið sem þarna er verið að tala um er akkúrat eitt þeirra lyfja sem verið er að nota á þá sem hafa veikst af þessu hérlendis.

Og öndunarvélar? Var ekki Trump einmitt að fyrirskipa GM að hefja stórfellda framleiðslu á þeim í vikunni?

Menn geta haft sínar skoðanir á Trump. En það er ekki þar með sagt að það sé sjálfsagt að ljúga bara einhverri þvælu upp á hann sýknt og heilagt. Ég er í það minnsta löngu búinn að komast að því að nánast allar fréttir miðla á borð við Guardian, sem er að mörgu leyti ágætur fréttamiðill, eru ýmist ýkjur eða hreinar lygar þegar kemur að Trump.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2020 kl. 11:50

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þau tvennu ummæli sem þessi pistill fjallar um, um að láta lyfjagjöfia hafa forgang yfir öndunarvélar og að Trump sé mikilmenni (great) hefur hann viðhaft á sínum eigin daglegu blaðamannafundum í beinni útsendingu.  

Það er billegt að afgreiða umræðu um slík ummæli sem Trumpfóbíu. Maðurinn dælir stanslaust frá sér slíkum ummælum og viðheldur með því athygli umfram alla aðra sem einn af merkustu, valdamestu og áhrifamestu leiðtogum heims. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2020 kl. 12:23

5 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst það skaði ef svo
er sem sýnist að þú fylgist ekki
með og sjáir fyrstu hendi hvernig
orð falla á blaðamannafundum
undanfarna daga.

Það hefði a.m.k. ekki þurft að kosta þig sem er,
fyrirsögn sem er ekki aðeins villandi heldur kolröng.

Skýrt hefur komið á síðustu fundum hvernig hlutum er
fyrirkomið hvað varðar öndunarvélar og hvernig þeim
er dreift frá einu ríki til annars.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.4.2020 kl. 13:09

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðséð hvaðan Ómar fær synar fréttir sem auðvitað er frá feik fjölmiðlum svo sem Chineese News Network (CNN).

Það er líka auðséð að Ómar skilur ekki hvernig og hvað Federal Goverment má og má ekki gera i einstökum rikjum.

Rikistjorar eiga að sjá um að það sé til staðar nóg af því sem þarf þegar dynja á fellibyljir, hvirfivindar og. skítapestir eins og Wuhan Chineese Media veikin.

Til dæmis var rikistjora Andrew Cuomo New York ríkis bent á árið 2008 að það væru ekki nógu margar öndunarvélar ef á pest eins og Wuhan Chineese Medi gengi yfir New York ríki. Sama rikistjora var bent á að það vantaði i það minsta 14 þúsund öndunarvélar árið 2015. En hvað gerði Cuomo hann seti 750 miljonir dala i solarpanels. Solarpanels eru meira áríðandi en líf fólks i New york.

Þegar ríkið getur ekki staðið i vandamálum eins og i New York þá lýsir ríkisstjórinn yfir neyðarástandi og biður Federal Government um aðstoð. Mér sýnist á öllu að Trompið hafi staðið sig vel, i það minsta hrósar Cuomo Trompinu fyrir aðstoðina.

Svo var annnað sem Cuomo var bent á að það væri ekki til nógu mörg sjúkrarúm og hvað gerðist i New Yyork ríki fjöldi sjúkrarúma féll úr 77 þúsund i 56 þúsund i New York ríki á 10 árum, frá 2010 til 2020. 

Svona var nú óstjórnin i New York ríki og þetta er ekkert einsdæmi það eru flest ríkin með sömu vandamál.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 5.4.2020 kl. 15:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er akki nýtt lyf sem Trump talaði um, hydroxychloquin. PittCovacc er nýtt og ég vildi að ég hefði það hér. 

Þorsteinn, þú lætur ekki Ómar villa þér sýn með fullyrðingunum sem gjósa ypp hjá honum ef minnst er á Trump. Hann skilur alls ekki að þegar Trump segir we ..er hann ekki endilega að tala unm sig sjálfan heldur Bandaríkjamenn sem hann er samnefnari fyrir.

Halldór Jónsson, 5.4.2020 kl. 15:22

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Þarf að spyrja að því í hvaða flokki þessi Cuomo sé?

Halldór Jónsson, 5.4.2020 kl. 15:24

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, að nær væri að taka strax í notkun lyf, sem hefur reynst hafa áhrif á mýs með cov-2 kórónaveiruna heldur en að vera að pæla í öndunavélum"

Þetta er engan veginn rétt, Ómar. Maðurinn fékk öll fyrirtæki að hætta framleiðslu annarra hluta, en öndunarvéla núna, því þeirra væri stærri þörf en annarra hluta.

En öndunarvélar eru ekki "lausn". Þau lengja líf þitt, en ef vírusinn hefur náð slíkum tökum á þér að þú þarft öndunarvél, ertu svo til "fráliðinn". Það eru "littlar" tölur um menn sem hafa lifað af, að þurfa öndunarvél. Þess vegna þarf lyf ... ekki á morgun, ekki á næsta ári .. heldur núna. Þess vegna þarf að hefja prófun á öllum lyfjum, sem sýna mögulega notkun ... núna. Því þessi lyf er nánast eina von þerria, sem eru í öndunarvél.

Taktu staðreyndir, Ómar ... hundsaðu pólitískt hatur kommúnistanna.

Örn Einar Hansen, 5.4.2020 kl. 17:05

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan þessi pistill var skrifaður hefur Trupp haft það fram að færa að setja stóru úrslitaleikina í bandarískum íþróttum í forgang og láta þá fara fram.  

Þótt skiptar skoðanir séu um ýmsis ráð eins og handþvott, lyfjagjöf, grímur og öndunarvélar, ber flestum saman um það að smithættan og smitið séu mest þegar fólk er nálægt hvert öðru, og því meira sem sem fleiri eru þéttar samankomnir. 

Stórir úrslitaleikir í Evrópu og hér heima í Vestmannaeyjum, sem ekki voru felldir niður, eru nefndir sem ein af orsökum þess hvað veikin hefur orðið illvíg á Ítalíu, Spáni, í Frakklandi og hér heima, í Vestmannaeyjum. 

Á sama tíma setur Trump svona stórhátíðir í forgang í tali sínu um að þjóðfélagið muni farast nema að allt sé gefið frjálst á ný sem allra fyrst.  

Ómar Ragnarsson, 5.4.2020 kl. 19:58

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar blessaður hættu að éta upp spunann á Guardian, CNN eða NYT. Þú getur allavega sagt hlutina í samhengi. Trum lætur einungis í ljósi þa ósk og von að íþróttaviðburðir gætu hafir í september eða október. Eigum við ekki öll að vona að heimurinn verði ekki í frosti fram á haust?

Trump skipar engum að halda íþróttaleiki. Hann er heldur ekki einráður og fylgir ráðum heilbrigðisyfirvalda. Það sem þú kannski þolir ekki að hann er gagnsæær og segir það sem hann hugsar. Kemur hreint fram semsagt.

Þessi andskotans móðursýki og lygaþvæla í þér er orðin ansi þreytandi. 

Þessir fjölmiðlar og kratahyski eru búin að reuyna að koma honum frá með öllum ráðum frá því hann var kosinn. Hann var kosinn af fólkinu fyrir akkúrat það sem haann er og hann hefur staðið við öll loforð. Hann verður líklega kosinn aftur og það setur valdsjúka krata í andnauð. Þeir kenna sig við lýðræðið en hata það þegar það er ekki þeim til hagsbóta.

Reyndu svo að fakttékka hlutina aður en þú veður fram með svona ræpu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2020 kl. 20:28

12 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 5.4.2020 kl. 20:35

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og Jón Steinar bendir á hefur Trump talað um að hann vonaðist til að þessir leikir gætu farið fram í ágúst. Þú segir það ekki berum orðum Ómar, en í samhenginu er auðvelt að lesa út úr skrifum þínum að Trump sé að mælast til að þessir leikir fari fram á næstu dögum. Mér finnst það ekki rétt, sama hvað manni kann að vera í nöp við einhvern mann, að hafa uppi málflutning sem er í besta falli blekkjandi, ef ekki bara hrein vísvitandi ósannindi. Sannleikurinn er sagna bestur Ómar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2020 kl. 10:48

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og bara svo því sé haldið til haga þá hef ég megnustu óbeit á Trump og málflutningi hans. En ég lýg ekki upp á hann samt sem áður.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2020 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband