Í Bandarikjunum býr 900 fleira fólk en á Íslandi, og við það að horfa á blaðamannafund Trumps í gærkvöldi og síðan fund Þríeykisins á Íslandi í dag, kom á báðum fram, hve fjölbreytilegar aðstæður geta gert það flókið fyrir þau, sem taka þurfa ákvarðanir í smáu og stóru vegna kórónaveirunnar, að reglurnar séu sanngjarnar fyrir alla en þó ekki of flóknar.
Bandaríkjaforseti upplýsti í gær að hann þyrfti að hafa beint símasamband persónulega við hvern einasta af 50 ríkissstjórum í Bandaríkjunum í tvo daga til þess að hægt væri að taka ákvörðun fyrir hvert ríki um afléttingu boða og banna, eða öfugt, um að herða boð og bönn, og einnig að ákvarða um aðstoð og aðkomu alríkisstjórnarinnar í hverju ríki.
Forsetinn minntist á hve gríðarlegur munur er á fólksfjölda ríkjanna og því, hve þéttbýl þau væru og að reglur, sem þættu eðlilegar í einu ríki, gætu sýnst ósanngjarnar í öðru.
Hann sagði að veirunnar hefði jafnvel varla orðið vart ennþá í sumum ríkjum, vegna þess hve dreifbýl þau væru, og við slíkar aðstæður sýndist heimamönnum það vera ólíklegt að nokkur boð eða bönnn þyrfti, hvað þá útvegun á öndunarvélum, skjúkrarúmum og öðrum gögnum, sem í þéttbýlustu ríkjunum hefði sums staðar verið slegist um.
Forsetinn forðaðist að nefna nöfn, en vitað er, að hann hefur áreiðanlega mikla samúð með fólkinu í þeim ríkjum við austurhluta Klettafjallanna, þar sem fylgi hans hefur verið mest, en þau eru einmitt afar dreifbýl.
Í spjalli Bill Mahers sjónvarpsmanns við Bernie Sanders í fyrrakvöld hafði Saners miklar áhyggjur yfir því að forsetinn myndi notfæra sér aðstöðu sína til þess að hygla sér þóknanlegum en skilja hina eftir úti í kuldanum.
Í ljósi þess að titringur er þegar byrjaður vegna fosetakosninganna á þessu ári, er hætta á að alls kyns getsakir af þessu tagi muni fá byr undir vængi á báða bóga eftir því sem nær dregur kosningum.
Hvað sem þéttbýli eða dreifbýli líður, eru smitleiðir veirunnar alls staðar hinar sömu og byggjast á nánd fólks hvert við annað og snertingar.
Því getur það verið svikalogn, að lítið sé um sýkingar á dreifbýlum svæðum í upphafi faraldurs.
Allir, hvar sem þeir búa, verða að huga að nándarreglunni og öðrum varúðaratriðum, einkum vegna þess að veiran getur verið búin að koma sér fyrir í hýslinum og leynst þar í marga daga áður en einkenni koma fram.
Ekki heilög tala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.