Vigdís, vinátta, virðing, viska, víðsýni, vísindi, victory, væntumþykja, von.

Ofangreind níu orð byrja öll á stafnum V, og eiga öll við um Vigdísi Finnbogadóttur, sem fagnar 90 ára afmæli í dag og fær djúpar afmælis- og þakkarkveðjur. 

Væntumþykja og von eru tvö orð af þeim þremur orðum í Ritningunni, sem tákna þrenningu kristinnar trúar, trú, von og kærleika. 

Raunar má nota orðið virðingu um grunnhugsun trúar á sköpunarverkið, almættið og náttúruna, sem Vigdís hefur borið svo mjög fyrir brjósti. 

Eitt orð af orðunum sjö er erlent, victory, og kemur næst á eftir orðunum visku, víðsýni og vísindi í upptalningunni, því að órjúfanlegur hluti af einstæðu ævistarfi Vigdísar í þágu íslenskrar tungu og málvísinda byggist á visku og víðsýni.

Nafn Vigdísar hefur aflað þjóð okkar mikillar virðingar á alþjóðavettvangi, ekki síst sem vonarstjörnu mannréttinda um víða veröld; já þarna bættust við tvö orð, sem byrja á stafnum V, "víða veröld." 

Ekki verður hægt að hugsa til Vigdísar án þess að hugtakið hugrekki komu upp í hugann, sem hún býr yfir í ríkum mæli. Það sýndi hún ekki aðeins með því að ráðast gegn úreltum fordómum 1980 og brjóta blað í heimssögunni, heldur ekki síður í afstöðu sinni til náttúruverndar og umhverfismála fyrr og síðar. 

Miklu fleiri orð en þau níu, sem nefnd eru í upphafi þessa pistils, tengjast Vigdísi. 

Það var til dæmis viðburður, þegar hún var kjörin forseti, heimsviðburður.  

 


mbl.is Reisir blómastöng Vigdísi til heiðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta hljómar bara eins og konukindin sé allt í senn, faðirinn, sonurinn og heilagur andi!

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2020 kl. 23:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki semja lag útfrá þessu Ómar. Þjóðin yrði þér þakklát fyrir það.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband